Can´t rewind, gone to far

The Buggles héldu því fram í texta árið 1979 að ,,Video killed the radio star” og hefur þessi texti nú heldur betur sannað sig á seinustu árum. En hvenær urðum við svo auðveld að við látum mata ofan í okkur tónlist með tónlistarmyndböndum? Og hvers vegna fækkar fötum í myndböndum með hverju árinu sem líður?

The Buggles héldu því fram í texta árið 1979 að ,,Video killed the radio star” og hefur þessi texti nú heldur betur sannað sig á seinustu árum. En hvenær urðum við svo auðveld að við látum mata ofan í okkur tónlist með tónlistarmyndböndum? Og hvers vegna fækkar fötum í myndböndum með hverju árinu sem líður?

Ef maður lítur á tónlistariðnaðinn þá lítur út fyrir að hann sé háður eitthvers konar tengingu við kynlíf, hvort sem það sé nekt, textinn eða næstum bara kynlíf. Sem dæmi má nefna eitt mesta poppgoð seinustu ára Britney Spears en sú stúlka hefur breytt töluvert stefnu sinni í sínum myndböndum. Í fyrsta myndbandi sínu er Britney bara saklaus skólastúlka en í seinustu myndböndum hennar eru hún yfirleitt afar fáklædd og ganga myndböndin hennar að miklu leyti út á kynlíf.

Tónlistarmyndbönd eru hins vegar ekki eini vettvangurinn til að fækka fötum heldur eru auglýsingar, myndir og þættir að taka þátt í þessu strippkapphlaupi. Ef við förum aðeins nánar út í þetta; nýjasta Sprite Zero auglýsingin þar sem stúlkan fær sér Sprite úr gossjálfsala, síðan horfir hún upp og sér myndavél. Ekkert óeðlilegt við það, er það? Nei, en síðan fór hún úr bolnum og henti honum á vélina til þess að enginn muni sjá hana drekka Sprite Zero. Slagorð auglýsingarinnar er ,,Enginn sykur, Enginn takmörk”. Allt í lagi, maður verður nú bara að spyrja hver er boðskapurinn í þessari auglýsingu? Er það að maður skuli nú ekki drekka Sprite Zero á almannafæri? Ég verð a.m.k. að segja að ég gat ekki séð út frá þessari auglýsingu að Sprite Zero væri góður drykkur og sá ekki tenginguna við slagorðið.

Hver er ástæðan fyrir því að auglýsingaiðnaðurinn telur sig þurfa að gera þetta, sýna nekt til að selja sinn varning? Jú, einfaldlega vegna þess að markaðurinn kallar eftir því. Hvers vegna getum við ekki tekið tónlistinni, vörunni eða myndinni án því að það sé selt með því að fólk sýni á sér líkamann? Og er þetta slæmt?

Ég ætla ekki að segja hvað má og hvað má ekki en það er mjög mikilvægt að við gerum okkur grein fyrir þróuninni. Gleymum okkur ekki, hugsum um boðskap textann:

,,Video killed the radio star
In my mind and in my car,
we can’t rewind we’ve gone too far”

Latest posts by Stefanía Sigurðardóttir (see all)

Stefanía Sigurðardóttir skrifar

Stella hóf að skrifa á Deigluna í nóvember 2004.