Orð og ábyrgð

Vart er hægt hugsa sér harðari áfellisdóm yfir manni en að hann beri ábyrgð á dauða annars manns eða manna. Hin geðþekka og umburðarlynda Kolbrún Halldórsdóttir fór þó létt með það í Silfri Egils í gærkvöldi, þar sem hún sakaði Árna Johnsen, vísnasöngvara og alþingismann, um að bera ábyrgð á sjálfsvígum ungra manna með afstöðu sinni á Alþingi til málefna samkynhneigðra. Ekki ætlar DEIGLAN að blanda sér efnislega í umræðuna um málefni samkynhneigðra, en ljóst er að sitt sýnist hverjum í þeim efnum.

Vart er hægt hugsa sér harðari áfellisdóm yfir manni en að hann beri ábyrgð á dauða annars manns eða manna. Hin geðþekka og umburðarlynda Kolbrún Halldórsdóttir fór þó létt með það í Silfri Egils í gærkvöldi, þar sem hún sakaði Árna Johnsen, vísnasöngvara og alþingismann, um að bera ábyrgð á sjálfsvígum ungra manna með afstöðu sinni á Alþingi til málefna samkynhneigðra. Ekki ætlar DEIGLAN að blanda sér efnislega í umræðuna um málefni samkynhneigðra, en ljóst er að sitt sýnist hverjum í þeim efnum.

Öllum hlýtur að vera frjálst að halda skoðunum sínum á lofti, sé það gert með tilhlýðilegum hætti, og skoðanir Árna Johnsen eru þar engin undantekning. Þótt ýmsum kunni að finnast afstaða vísnasöngvarans til þessara mála ekki nægilega umburðarlynd, þá veitir það þeim ekki rétt til sjálftöku eins og í tilviki Kolbrúnar. Staðreyndin er sú, að Kolbrún Halldórsdóttir hefur á opinberum vettvangi látið í veðri vaka, að Árni Johnsen beri að hluta ábyrgð á sjálfsvígum ótiltekinna manna, sem að sögn Kolbrúnar munu hafa tekið sitt eigið líf vegna fordóma gagnvart samkynhneigð sinni. Nú er það svo, að í þessu landi gilda hegningarlög, sem m.a. er ætlað að verja æru manna, og má í því sambandi benda hér á eitt ákvæði þeirra:

235. gr. l. nr. 19/1940

Ef maður dróttar að öðrum manni einhverju því, sem verða myndi virðingu hans til hnekkis, eða ber slíka aðdróttun út, þá varðar það sektum eða fangelsi allt að 1 ári.

Fullyrðir DEIGLAN að ærumeiðingarmál hafi verið höfðuð að minna tilefni en þeim ummælum sem Kolbrún Halldórsdóttir lét falla í garð Árna Johnsen í fyrrnefndum viðtalsþætti.

En Árni Johnsen er ekki einn um að halda fram umdeildum skoðunum með hispurslausum hætti. Í títtnefndum viðtalsþætti fyrir nokkrum vikum hélt Kolbrún Halldórsdóttir því fram, að konur sem rökuðu kynfæri sín, gerðu það vegna nauðungar karlmanna, sem þannig vildu fá að upplifa svartar langanir sínar til ungra stúlkna. Þessi skoðun Kolbrúnar er eðlilega nokkuð umdeild, en sannarlega gott innlegg í umræðuna. Síst af öllu ber að draga nokkrar ályktanir um Kolbrúnu sjálfa út frá þessum skoðunum hennar.

Latest posts by Borgar Þór Einarsson (see all)

Borgar Þór Einarsson skrifar

Borgar hefur skrifað á Deigluna frá stofnun, 3. febrúar 1998.