Í nafni hlutlægni og faglegrar blaðamennsku

Í dag eru nítján dagar þar til Bandaríkjamenn velja sér nýja forseta. Vandi er um úrslit kosninganna að spá en ef þorri bandarískra fjölmiðla fær einhverju um það ráðið munu kjósendur velja yfir sig og alla heimsbyggðina fjögur ár af leiðindum í formi Alberts Gore. Í reynd verður það stórkostlegur árangur hjá George W. Bush að vinna sigur í óþökk og andstöðu allra sterkustu fjölmiðla í Bandaríkjunum.

Í dag eru nítján dagar þar til Bandaríkjamenn velja sér nýja forseta. Vandi er um úrslit kosninganna að spá en ef þorri bandarískra fjölmiðla fær einhverju um það ráðið munu kjósendur velja yfir sig og alla heimsbyggðina fjögur ár af leiðindum í formi Alberts Gore. Í reynd verður það stórkostlegur árangur hjá George W. Bush að vinna sigur í óþökk og andstöðu allra sterkustu fjölmiðla í Bandaríkjunum.

Bandarískir fjölmiðlar taka sig í flestum tilvikum mjög alvarlega og leggja ofuráherslu á fagmennsku í einu og öllu. En ekki þarf að grafa djúpt undir hlutlægt yfirborðið til að sjá, að hinum ægisterku áhrifatækjum fjölmiðlanna er beitt miskunarlaust í pólitískum tilgangi. Linnulaust eru ákvarðanir teknar sem hafa bein áhrif á ákvarðanir kjósenda. Hvaða myndskeið úr kappræðum er valin til kynningar? Við hverja er talað að loknum kappræðum og í hvaða röð? Framsetning spurninga fréttamanna til misjafnlega óháðra stjórnmálaskýrenda. Og þannig mætti áfram telja.

Ágætt dæmi um þetta er spurning sem CNN lagði fyrir þátttakendur í skoðanakönnun. Hún hljóðaði þannig: „Er George W. Bush nógu greindur til að verða góður forseti?“. Ekki sá sjónvarpsstöðin ástæðu til að leita eftir áliti þátttakenda á gáfnafari Als Gores. Meira að segja Jim Lehrer, umsjónarmaður kappræðnanna, sem talinn er meðal hlutlægustu blaðamanna, komst ekki hjá því að láta ítrekað undan yfirgangi Als Gore í kappræðunum.

DEIGLAN hefur í sjálfu sér ekkert á móti því að fjölmiðlar taki afstöðu. En þegar reynt er að hafa áhrif á kjósendur með lævíslegum hætti í nafni hlutlægni og faglegrar blaðamennsku, er ekki hægt að sitja undir því.

Latest posts by Borgar Þór Einarsson (see all)

Borgar Þór Einarsson skrifar

Borgar hefur skrifað á Deigluna frá stofnun, 3. febrúar 1998.