Þekkingarþorp á Keldnaholti

þekkingarþorpNýr skóli – Ný tækifæri

Nú stendur fyrir dyrum að sameina Háskólann í Reykjavík og Tækniháskóla Íslands, ljóst er að sameinaður háskóli þarf að byggja upp nýtt húsnæði, enda er húsnæði Tækniháskólans nú þegar of lítið.

þekkingarþorpNýr skóli – Ný tækifæri

Nú stendur fyrir dyrum að sameina Háskólann í Reykjavík og Tækniháskóla Íslands, ljóst er að sameinaður háskóli þarf að byggja upp nýtt húsnæði, enda er húsnæði Tækniháskólans nú þegar of lítið.

Um helgina komu hugmyndir frá Garðabæ um þeir vildu fá Háskóla til sín. Þetta eru hugmyndir sem voru meðal annars kynntar árið 2001, með deiliskipulagi fyrir nýjan þekkingarkjarna á Urriðaholti í Garðabænum. Ljóst er að til nokkurs er að vinna að fá slíkan kjarna til sína.

Í Reykjavík hefur mest verið rætt um að byggja upp þekkingarþorp í Vatnsmýrinni og þá í kringum Háskóla Íslands, enda hefur mekka tæknimenntunnar verið þar. Með uppbyggingu á nýjum háskóla á nýjum stað er komið tækifæri til að byggja upp nýtt þekkingarþorp, og í stað þess að flytja þekkingu til Háskólans, er tækifæri til að flytja Háskólann til þekkingarinnar. Á einum stað á Reykjavíkursvæðinu er vísir að slíku þekkingarþorpi en það er í Keldnaholti.

Í Keldnaholti og nágrenni hefur verið helsti “þekkingarkjarni” á Íslandi en þar eru margar rannsóknarstofnanir staðsettar, svo sem iðntæknistofnun, rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins, rannsóknarstofnun Landbúnaðarins og fleiri. Á þessu svæði hefur líka verið rekið Frumkvöðlasetur. Á þessu svæði er auk þess nægjanlegt landrými til að hægt sé að byggja upp Háskóla með öllu því rými sem hann þarf.

Samvinna slíkra rannsóknastofnanna og háskóla er ómetanlegt fyrir báða aðila. Háskólinn hefur aðgengi að þeirri þekkingu sem er að finna hjá þessum rannsóknarstofnunum, á móti verður tækniyfirfærsla úr háskólanum auðveldari, fyrirtæki í þekkingarþorpinu geta nýtt sér þá þekkingu sem er að finna innan háskólans.

R – listinn hefur lengi lýst yfir áhuga á að koma upp þekkingarþorpi, en aðaláherslan hefur verið á þekkingarþorp í Vatnsmýrinni. Hefur það þó gengið mjög hægt og hefur lítið gerst síðan hugmyndir komu fram um það á sínum tíma. Í dag hefur R-listinn tækifæri til að gera betur og ætti að bjóða nýjum háskóla sem fyrst í umræðu um hugsanlega uppbyggingu í Keldnaholti. Það er nóg rými fyrir nýja skólann á þessu svæði.

Val á staðsetningu á nýjum skóla getur skipt sköpum um hversu vel skólanum á eftir að vegna. Góð tenging við atvinnulífið og rannsóknarstofnanir skapa mjög frjótt umhverfi þar sem hægt er að útfæra hugmynd skjótt úr lítilli hugmynd eða rannsóknarverkefni í fullbúna vöru. Besta tækifærið til að gera slíkt í dag er á Keldnaholti.

Latest posts by Tómas Hafliðason (see all)

Tómas Hafliðason skrifar

Höfundur hefur skrifað á Deigluna frá árinu 2002. Höfundur er verkfræðingur frá Háskóla Íslands og rekur eigið fyrirtæki.