7 km hjólastígur sem myndi breyta öllu

Fyrir nokkrum árum var lagður fallegur göngu- og hjólastígur frá Kjarnaskógi á Akureyri til Hrafnagilshverfis í Eyjafjarðarsveit. Stígurinn er um 7 km langur. Hann kostaði tæpar 200 milljónir króna á sínum tíma.

Fyrir nokkrum árum var lagður fallegur göngu- og hjólastígur frá Kjarnaskógi á Akureyri til Hrafnagilshverfis í Eyjafjarðarsveit. Stígurinn er um 7 km langur. Hann kostaði tæpar 200 milljónir króna á sínum tíma.

Hjólastígur í Eyjafjarðarsveit

Myndina tók ég í nýlegri heimsókn norður. Mikið af hjólandi, gangandi og hlaupandi fólki nýtti sér leiðina þennan dag. (Þau sjást reyndar ekki. Takk, persónuvernd.)

Þetta er afskaplega vel heppnuð framkvæmd og sýnir hvað hægt sé að gera. Stígurinn er að hluta til í nokkrum gróðri sem slær á vind og gerir upplifunina betri. Ég veit að verið er að skoða hjólastíg að Svalbarðseyri hinum megin í firðinum.

Í Reykjavík stendur til að gera hjólastíg meðfram breikkuðum Vesturlandsvegi á Kjalarnesi. Þar með verður ein af þremur meginleiðum út úr borginni orðin góð hjólaleið. Þá vantar að búa til betri tengingar á Suðurlandið og inn á Suðurnesin.

Í samgönguáætlun eru áform um að ljúka við tvöföldun Reykjanesbraut milli Hvassahrauns á næstu árum. Á þessum kafla er engin leið að hjóla nema í vegkanti á hraðskreiðum vegi. En um leið og komið er að gatnamótunum við Hvassahraun er mögulegt að redda sér til Keflavíkur eftir rólegri vegum og slóðum.

Þessi kafli er 7,1 km. Hann er jafnlangur og kaflinn milli Akureyrar og Hrafnagils. Hann myndi skipta sköpum fyrir tengingum milli Höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja. Er ekki alveg borðleggjandi að nýta ferðina þegar tvöfalda á Reykjanesbrautina og bæta þessa hjólaleið?

Latest posts by Pawel Bartoszek (see all)

Pawel Bartoszek skrifar

Pawel hóf að skrifa á Deigluna í september 2002.