Réttlæta niðurgreiðslur niðurgreiðslur?

Mörg undarleg rök fyrir niðurgreiðslum skjóta upp kollinum í umræðunni um framtíð íslensks landbúnaðar. Ein slík rök eru að niðurgreiðslur annarra ríkja réttlæti niðurgreiðslur hér á landi.

Mörg undarleg rök fyrir niðurgreiðslum skjóta upp kollinum í umræðunni um framtíð íslensks landbúnaðar. Ein slík rök eru að niðurgreiðslur annarra ríkja réttlæti niðurgreiðslur hér á landi. Röksemdafærslan er eitthvað á þessa leið:

Íslenskur landbúnaður keppir við innflutning frá löndum þar sem landbúnaður er niðurgreiddur í stórum stíl. Þessar erlendu niðurgreiðslur skekkja samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar. Til þess að íslenskur landbúnaður geti keppt við erlendan landbúnað á jafnréttisgrunvelli er því nauðsynlegt að hann sé niðurgreiddur.

Þessi röksemdafærsla er raunar ágæt svo langt sem hún nær. Hún byggir hins vegar á þeirri forsendu að það sé mikilvægt að íslenskur landbúnaður fái að keppa við erlendan landbúnað á jafnréttisgrundvelli. Og af þessari forsendu leiðir sú sérstaka niðurstaða að það sé slæmt að ríkisstjórnir erlendra ríkja borgi með landbúnaðarvörum sem seldar eru til Íslands. Raunar svo slæmt að íslenskir skattborgarar eiga að bregðast við þessu með því að halda úti heilli atvinnugrein til þess að koma í veg fyrir að af þessu geti orðið.

Hvað er svona slæmt við það að erlendar ríkisstjórnir hafi ákveðið að gefa okkur Íslendingum stórkostlegan afslátt af öllum þeim landbúnaðarvörum sem við kaupum? Væri ekki nær að þakka bara pent fyrir og kaupa þetta ódýra lostæti í stórum stíl?

Latest posts by Jón Steinsson (see all)

Jón Steinsson skrifar

Jón hóf að skrifa á Deigluna í október árið 2000.