Rafrænar bækur

Þegar Amzon byrjaði á sínum tíma voru margir með efasemdir enda átti dagar pappírsbókarinnar að vera taldir. Þær spár hafa ekki ræst og jókst t.d. bóksala á netinu um 9% á seinasta ári.

Þegar Amzon byrjaði á sínum tíma voru margir með efasemdir enda átti dagar pappírsbókarinnar að vera taldir. Þær spár hafa ekki ræst og jókst t.d. bóksala á netinu um 9% á seinasta ári.

Rafræn bók er bók sem hægt er að lesa af tölvu. Mjög mörg útgáfu form eru af þessum bókum svo sem pdf, í sér forritum eða á html. Hingað til hafa þær ekki náð miklum vinsældum en töluvert hefur verið í boði af slíkum bókum, bæði í verslunum, og jafnframt frá aðilum sem hafa tekið rafrænt afrit af bókum og dreift áfram á netinu.

Erlendis hafa víða verið gerðar töluverðar tilraunir við að koma út í sölu á netinu. Hins vegar hefur þessi tækni ekki náð neinum sérstökum vinsældum, en nú verða menn hins vegar varir við töluverða aukningu. Menn telja fyrst og fremst aukningu vera vegna fjölgunar á handtölvum. Á ferðalögum er þægilegra að vera með handtölvu með nokkrum bókum, frekar en að taka með bókastaflanna. Metsölubækur um þessar mundir eru bækur eins og ævisaga Clintons og “Da Vinci bréfin”.

Bókasöfn hafa tekið þessa tækni í notkun í litlum mæli en samt eru bókasöfn sem bjóða upp á rafbækur. Hægt er að sækja bækurnar í gegnum netið og lesa þær í ákveðinn tíma, eftir það læsist skráin þannig að ekki er hægt að opna hana lengur. Í söfnunum eru nú til tugi þúsunda titla og fjölgar mjög hratt um þessar mundir.

Á Íslandi hefur netútgáfan starfað ný líklega í meira en áratug. Þar er mikið safn af sögum og bókum. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn. Um er að ræða fyrst og fremst framtak eins manns og fjöldskyldu hans. Á sínum tíma þegar rætt var um að eyða milljónum í að koma Íslendingasögunum yfir á rafrænt form, hafði netútgáfan þegar komið flestum Íslendingasögunum á netið.

Þrátt fyrir að það hafi orðið vöxtur í útgáfu rafrænna bóka er langt þangað til að lestur slíkra bóka verði almennur. Hingað til hefur þetta fyrst og fremst verið viðbót hjá fólki á fleygiferð og sem uppflettirit. Sjálfsagt er þetta spurning um vana og líklega á þetta smám saman eftir að aukast.

———————-

Ebooks

Netútgáfan

Questia

Fictionwise

Ibooks

Ebooks fyrir Palm

Latest posts by Tómas Hafliðason (see all)

Tómas Hafliðason skrifar

Höfundur hefur skrifað á Deigluna frá árinu 2002. Höfundur er verkfræðingur frá Háskóla Íslands og rekur eigið fyrirtæki.