Hverning undanþágur?

Hin nýstofnaða þverpólitíska Evrópunefnd forsætisráðherra er löngu tímabær hugmynd. Það er ljóst að þrátt fyrir að ólíklegt sé að nefndin geti náð „sameiginlegri niðurstöðu“ um Evrópumál verði vonandi þó hægt að mynda almennilegan ramma utan um ESB-umræðuna á Íslandi. Eitt af því sem löngu tímabært er að skoða til enda er hvaða leiðir eru færar ef til þess kæmi að semja um málefni hafsins.

Hin nýstofnaða þverpólitíska Evrópunefnd forsætisráðherra er löngu tímabær hugmynd. Það er ljóst að þrátt fyrir að ólíklegt sé að nefndin geti náð „sameiginlegri niðurstöðu“ um Evrópumál verði vonandi þó hægt að mynda almennilegan ramma utan um ESB-umræðuna á Íslandi. Eitt af því sem löngu tímabært er að skoða til enda er hvaða leiðir eru færar ef til þess kæmi að semja um málefni hafsins.

Tíðrætt hefur verið um að sjávarútvegsstefna ESB gott sem útiloki aðild Íslands að sambandinu. Allir helstu talsmenn ESB-aðildar hafa því gefið til kynna að aðild geti ekki átt sér stað nema Íslendingum verði veitt undanþága frá sameiginlegu sjávarútvegsstefnunni. Í hverju þessi undanþága ætti felast er svo annað mál. Þær reglur sem snúa að aðkomu útlendinga að greininni, t.d. varðandi eignarhald á sjávarútvegsfyrirtækjum, eru eitthvað sem við gætum aldrei fengið varanlega undanþágu frá, enda ættum við heldur alls ekki sækjast eftir því.

Það getur varla verið af hinu vonda að fá erlent fjármagn inn í einhverja atvinnugrein. Að gera kröfu um að engin veiði á Íslandi nema hann sé Íslendingur, eigi íslenska foreldra, búi á Íslandi og tilheyri íslensku skipi sem sé í eigu íslensk Íslendings, er ekkert nema nett þjóðernishyggja. Eins og réttilega var bent fyrir seinustu kosningar er sjávarútvegur atvinnugrein, en ekki sérstækt tæki til sem nota á í þágu byggðaþróunar og eflingu þjóðmennigar.

Allar undanþágur ættu því fyrst og fremst að snúast um réttinn til stýra nýtingu fiskistofna í kringum Íslandsmiðin, að úthlutun aflaheimilda færi fram á Íslandi en ekki einhvers staðar annars staðar. Hér tel ég að töluverðir möguleikar séu fyrir hendi. Helsta tromp Íslendinga er það að íslenskur sjávarútvegur hefur staðir undir sér og þurfi því ekki á styrkjum að halda. Á þeim forsendum væri hægt að fara fram á svæðisbundna fiskveiðistjórnun í kringum landið.

Hve raunhæfur möguleiki þetta sé verður einhver annar en ég að ganga úr skugga um. Þrátt fyrir að nýting sjávarauðlinda sé skilgreind sem eitt af því sem sé á forræði ESB í hinni nýju stjórnarskrá sambandsins hefur sambandið væntanlega heimild til að veita heimamönnum til að framkvæma einstaka þætti hennar, svo lengi sem jafnræðis milli allra ESB-þegna sé gætt að öðru leyti. Reynslan sýnir að þrátt fyrir það sem oft er haldið fram er ESB tilbúið að fara mjög langt í því að beygja sig undir sérvisku einstakra aðildarríkja.

Takist Íslendingum að semja um slíka svæðisbundna lausn á málefnum sjávarútvegs eru það lítið annað en þjóðbúningarök og hálfupplognar skriffinnskumýtur sem standa í vegi fyrir aðild.

Latest posts by Pawel Bartoszek (see all)

Pawel Bartoszek skrifar

Pawel hóf að skrifa á Deigluna í september 2002.