Enn alast víkingar á Íslandi

VíkingarVið erum víkingaþjóð með merka sögu og arfleið sem einkennist af hetjuskap, hugrekki og sjálfstæðisþörf. Djarfhuga forfeður okkar undu sér eigi við ok erlendra konunga og voru óhræddir við að halda í hættulega útrás og kanna ókunn lönd. Saga þeirra er ef til vill blóði drifin en við erum stolt af arfleið okkar og varðveitum ímynd þeirra.

VíkingarVið erum víkingaþjóð með merka sögu og arfleið sem einkennist af hetjuskap, hugrekki og sjálfstæðisþörf. Djarfhuga forfeður okkar undu sér eigi við ok erlendra konunga og voru óhræddir við að halda í hættulega útrás og kanna ókunn lönd. Saga þeirra er ef til vill blóði drifin en við erum stolt af arfleið okkar og varðveitum ímynd þeirra.

Óhætt er að geta sér til um að íslensku víkingarnir hafi verið umdeildir í augum samtímamanna og varla hafa allir talið að þar færu hetjur. Við rifjum sjaldan upp blóðugar ferðir þeirra þar sem þeir fóru ránshendi og tóku sér þræla og kvonföng. Við vitnum frekar til þess, með þónokkru stolti, er feður okkar „fóru í víking“ og sóttu björg í bú. Það eru ávallt sigurvegarnir sem skrifa söguna og íslensku víkingarnir voru sigurvegarar.

Og enn alast víkingar á Íslandi.

Víkingar nútímans eru að vísu ekki gyrtir sverði með hjálm á höfði en þeir halda í útrás, gera strandhögg og útvíkka goðorð sitt. Íslenskir víkingar í dag eru forsvarsmenn íslenskra útrásarfyrirtækja: Björgólfsfeðgar, Jón Ásgeir Jóhannesson, Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson, Robert Wessman, Jón Sigurðsson og fleiri. Þessar menn hafa bardagahug víkinganna og veigra sér ekki við að taka áhættu og leggja í hættulegar ferðir til að ná í skotsilfur – fara í víking.

Eflaust eru þeir einnig óstýrlátir sumir hverjir eins og forfeður þeirra, en hetjur engu að síður. Í þeim rennur víkingablóðið sem hefur veitt okkur hugrekki, þor og sjálfstæði (og e.t.v. ölæði). Þessir eiginleikar íslensku víkinganna komu á sínum tíma í veg fyrir að hárprúður kóngur næði þeim á sitt vald. En þá þoldu þeir ei ok, flúðu land og færðu auð sinn annað.

Latest posts by Davíð Guðjónsson (see all)