Rök fyrir lágum fjármagnstekjuskatti

Á undanförnum vikum hefur Morgunblaðið nokkrum sinnum gert mismunandi skattprósentu fjármagnstekjuskatts og tekjuskatts á laun að umtalsefni í forystugreinum. Blaðið hefur í raun óskað eftir rökum fyrir því hvers vegna fjármagnstekjur eru skattlagðar með öðrum hætti en launatekjur.

Á undanförnum vikum hefur Morgunblaðið nokkrum sinnum gert mismunandi skattprósentu fjármagnstekjuskatts og tekjuskatts á laun að umtalsefni í forystugreinum. Blaðið hefur í raun óskað eftir rökum fyrir því hvers vegna fjármagnstekjur eru skattlagðar með öðrum hætti en launatekjur.

Þessi ósk blaðsins er mjög skiljanleg. Við fyrstu sýn gæti virst eðlilegt að fjármagnstekjur og launatekjur væru skattlagðar á sama hátt. Það að fjármagnstekjuskattar eru lægri en tekjuskattar á laun gæti virst vera óeðlileg mismunun. Það gæti með öðrum orðum virst sem svo að skattkerfið væri í raun að hygla eigendum fjármagns á kostnað launafólks. Slík mismunun er vitaskuld mjög viðkvæmt mál. Þess vegna er eðlilegt að hægt sé að færa góð rök fyrir mismun á fjármagnstekjusköttum og tekjusköttum á laun.

Sterk hagkvæmnisrök hníga að því að skattar á fjármagnstekjur sé mun lægri en skattar á launatekjur. Ástæðan er sú að óhagkvæmnin sem fjármagnstekjuskattar valda eru allt annars eðlis og mun meiri en óhagkvæmnin sem tekjuskattar á laun valda. Munurinn er sá að tekjuskattar sem greiddir eru af launum á þessu ári hafa áhrif á ákvörðun þeirra sem þá greiða um það hversu mikið þau vinna á þessu ári og hefur þar af leiðandi áhrif á framleiðslustig hagkerfisins á þessu ári. En það er allt of sumt.

Fjármagnstekjuskattar hafa hins vegar áhrif á það hversu mikið þau sem greiða skattana fjárfesta á þessu ári. En þær ákvarðaðir hafa ekki aðeins áhrif á framleiðslustig hagkerfisins á þessu ári heldur einnig á fjármagnsstofninn sem hagkerfið flytur inn á næsta ár og þar næsta ári, o.s.fr. Fjárfestingarákvarðanir hafa því ekki aðeins áhrif á framleiðslustig hagkerfisins á þessu ári heldur einnig á framleiðslustig hagkerfisins á næsta ári og þar næsta ári, o.s.fr. Heildar óhagkvæmnin sem fylgir fjármagnstekjusköttum eru því af allt annarri stærðargráðu en óhagkvæmnin sem fylgir tekjusköttum á laun.

Latest posts by Jón Steinsson (see all)

Jón Steinsson skrifar

Jón hóf að skrifa á Deigluna í október árið 2000.