Nýskipan í ríkisrekstri

Síðastliðin ár hafa ríki OECD, þ.á.m. Ísland, unnið að umbótum á opinberum rekstri, en verkefnið hefur verið kallað nýskipan í ríkisrekstri. Mikilar breytingar hafa orðið á stjórnsýslu íslenska ríkisins frá því verkefnið fór af stað undir styrkri stjórn ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar.

Síðastliðin ár hafa ríki OECD, þ.á.m. Ísland, unnið að umbótum á opinberum rekstri, en verkefnið hefur verið kallað nýskipan í ríkisrekstri. Mikilar breytingar hafa orðið á stjórnsýslu íslenska ríkisins frá því verkefnið fór af stað undir styrkri stjórn ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar.

Umbæturnar hjá ríkjum OECD hafa aðallega falið í sér tvennt. Í fyrsta lagi að skerpa hlutverk opinberra aðila og í öðru lagi að auka hagkvæmni í rekstri. Umbæturnar hafa að stórum hluta falist í því að innleiða ný stjórntæki og breyta vinnuferlum með hliðsjón af því sem gefið hefur góða raun í fyrirtækjarekstri. Lykilatriði umbótanna eru aukin skilvirkni, árangur, ábyrgð og dreifstýring innan ríkisgeirans, auk þess að draga úr umsvifum hins opinbera.

Mikilvægt er að staldra við öðru hvoru og rifja upp upphafleg markmið þess að hafist var handa við umbæturnar.Íslensk stjórnvöld settu sér í upphafi tvö aðal markmið sem stefna skyldi að með því að taka upp nýskipan í ríkisrekstri. Í fyrsta lagi var umbótastefnunni ætlað að stuðla að því að því að skipulag og stjórnsýsla ríkisins yrði með þeim hætti að ríkið gæti sinnt skyldum sínum á hagkvæman, skjótvirkan og árangursríkan hátt. Í öðru lagi var umbótastefnunni ætlað að stuðla að því marki að opinber þjónusta yrði svo skilvirk að hún gæfi íslenskum fyrirtækjum forskot í alþjóðlegri samkeppni. Til að ná framangreinum markmiðum ætlaði ríkið aðallega að beita þremur meginleiðum: að fækka verkefnum ríkisins, að dreifa valdi og ábyrgð til þeirra sem stjórna og að skilja ábyrgð á rekstri frá pólitískri stefnumótun.

Miklar breytingar hafa orðið á stjórnsýslu íslenska ríkisins undanfarin ár vegna umbótastefnunnar sem má í meginatriðum flokka í tvo hluta. Annars vegar er um að ræða breytingar sem snúa að stöðu almennings gagnvart stjórnsýslunni svo sem stofnun umboðsmanns Alþingis 1988, setning stjórnsýslulaga nr. 37/1993, breytingar sem leiddu af aðild Íslands að EES 1994 og setning upplýsingalaga nr. 50/1996. Hins vegar er um að ræða breytingar sem snúa að stjórnun og rekstri stjórnsýslunnar s.s. reynt hefur verið að draga úr umfangi ríkisrekstrar, gerðar hafa verið breytingar á fjárlagaferlinu til að auka aðhald og fjárhagslega ábyrgð og nýjar hugmyndir um stjórnun hafa rutt sér til rúms innan ríkisgeirans sem miða m.a. að því að gera samband yfirstjórnar og einstakra stofnana skilvirkara og róttækar breytingar verið gerðar á starfsmannamálum ríkisins.

Ljóst er að þó mikið hafi þegar áunnist er ekki hægt að segja að upphaflegum markmiðum sé náð. Betur má ef duga skal og verða Sjálfstæðismenn í ríkisstjórn að vera vel vakandi fyrir því að halda verkefninu áfram og gæta þess að því verði ekki vikið til hliðar líkt og virðist ætla að verða raunin með skattalækkanaáform Sjálfstæðisflokksins þegar allt stefnir í að Framsóknarmenn taki við forystunni í ríkisstjórn á haustdögum.


Heimildir:

Gunnar Helgi Kristinsson, Úr digrum sjóði. Fjárlagagerð á Íslandi (Reykjavík: Félagsvísindastofnun-Háskólaútgáfan, 1999)

www. stjr.fjr.is, Nýskipan í ríkisrekstri – Árangur og markmið til aldamóta, Friðrik Sophusson, 1996 www.fjr.is, vefrit fjármálaráðuneytisins 26. júní 2003

www.stjr.fjr.is, Siðskipti við stjórnun opinberra stofnana við upphaf 21. aldar?
Latest posts by Unnur Brá Konráðsdóttir (see all)

Unnur Brá Konráðsdóttir skrifar

Unnur Brá hóf að skrifa á Deigluna í október 2004.