Clinton ekki sloppinn

Svo gæti farið að Bill Clinton, sem lét af embætti forseta Bandaríkjanna fyrir 13 dögum, verði kallaður fyrir rétt enn einu sinni, nú til þess að svara til saka fyrir mjög umdeilda náðun hans yfir svikahrappnum Marc Rich.

Svo gæti farið að Bill Clinton, sem lét af embætti forseta Bandaríkjanna fyrir 13 dögum, verði kallaður fyrir rétt enn einu sinni, nú til þess að svara til saka fyrir mjög umdeilda náðun hans yfir svikahrappnum Marc Rich. Clinton náðaði Rich á síðasta degi sínum í embætti en upplýst er að sjóður í eigu Rich og eiginkonu hans lét Demókrataflokknum í té allt að einni milljón dollara. Eru margir á því að enginn forseti Bandaríkjanna hafi lotið jafn lágt í embættisfærslu sinni og Bill Clinton gerði á sínum síðasta degi í embætti.

Arlen Specter, þingmaður repúblikana í öldungadeildinni, boðaði í dag til fundar í dómsmálanefnd þingsins 7. febrúar næstkomandi, þar sem náðu Richs verður tekin til skoðunar. Nefnda fulltrúadeildarinnar, sem fjallar um endurbætur á kosningalöggjöfinni, hefur þegar boðað til fundar vegna málsins 8. febrúar. Trent Lott, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, segir málið þess eðlis að það verði að skoða nánar, en leiðtogi demókrata Tom Daschle, segir að Rich-málið megi ekki snúast upp í pólitískar nornaveiðar. Það er mjög skiljanlegt að nornirnar vilji ekki láta veiða sig…

Umræddur Marc Rich er engin venjulegur svikahrappur. Hann er sakaður um 50 glæpi í Bandaríkjanum, þ.á m. að hafa dregið undan andvirði 400 milljóna íslenskra króna af skattfé almennings. Hann flúði til Sviss fyrir tveimur áratugum þegar Rudolph Guiliandi, þáverandi saksóknari og núverandi borgarstjóri New York, sótti hann til saka. Það vekur sérstaka athygli að lögfræðingur Rich í málaferlunum í þinginu verður enginn annar er Jack Quinn. Hvar hefur hann komið við sögu? Jú, hann var sérstakur ráðgjafi í Hvíta húsinu undir stjórn Clintons allt til ársins 1997! Clinton-tímabilið er því enn óuppgert…

Latest posts by Borgar Þór Einarsson (see all)

Borgar Þór Einarsson skrifar

Borgar hefur skrifað á Deigluna frá stofnun, 3. febrúar 1998.