Gestrisin landsbyggð

hospitality.jpgAð einu leyti er íslenska landsbyggðin aðdáunarverð. Víða erlendis yrði erfitt að troða óvinsælu mannvirki eða vandræðastofnun inn í smátt bæjarfélag. Menn stofna félög og hlekkja hönd við fót bara til að koma í veg fyrir að útvarpsmastur verði reist í bænum, meðferðarstofnun flutt þangað eða nýtt fangelsi byggt. Slíkir baráttumenn hafa verið kallaðir NIMBA-fighters, fyrir „Not in My Backyard,“ enda fáir þeirra sem leggjast gegn fyrirbærum sem slíkum en vilja, af misfordómafullum ástæðum, að þeir verði hafðir annars staðar en í bakgarðinum hjá þeim. Hér á landi er þessu öfugt farið.

hospitality.jpgAð einu leyti er íslenska landsbyggðin aðdáunarverð. Víða erlendis yrði erfitt að troða óvinsælu mannvirki eða vandræðastofnun inn í smátt bæjarfélag. Menn stofna félög og hlekkja hönd við fót bara til að koma í veg fyrir að útvarpsmastur verði reist í bænum, meðferðarstofnun flutt þangað eða nýtt fangelsi byggt. Slíkir baráttumenn hafa verið kallaðir NIMBA-fighters, fyrir „Not in My Backyard,“ enda fáir þeirra sem leggjast gegn fyrirbærum sem slíkum en vilja, af misfordómafullum ástæðum, að þeir verði hafðir annars staðar en í bakgarðinum hjá þeim. Hér á landi er þessu öfugt farið.

Já, landsbyggðaflóttinn hefur þá a.m.k. haft þessar jákvæðu afleiðingar í för með sér. Svo meðvitaðir eru íbúarnir um varnarstöðu byggða sinna að þeir taka fagnandi á móti hverju því drasli sem snúið getur við þróuinni, fengið fleira fólk í bæinn eða a.m.k. hægt á flóttanum. Menn flagga til að fagna komu álvers, eitthvað sem ótrúlegt mundi teljast annars staðar á Vesturlöndum. Og útkjálkarnir slást um að fá flóttafólk til sín. Raða saman fallega gjafakörfu handa íbúum Balkansskaga, einungis til að sjá á eftir þeim í borgina að ári liðnu.

Á Íslandi er staður þar sem fólk býr skammt frá herstöð, og er bara himinlifandi með það. Ekki bara himinlifandi með stöðina sjálfa, heldur beinlínis óttaslegið yfir því að hún gæti verið á förum. Litla herstöðin þeirra. Meðferðarheimili eru góð, fangelsi frábær, vinnubúðir vegna stóriðjuframkvæmda, hreinn draumur. Allt andhverfa þess sem mundi gerast úti í hinum stóra sjálfumglaða heimi.

Já, ef allir íbúar þessa heims yrðu svo þakklátir fyrir það sem þeir hafa eins og íslenskir landsbyggðarbúar! Þýskir hippar mundu ekki hlekkja sig við teina til að hindra flutning á geislavirkum efnum. Nei, þeir mundu halda skrúðgöngu flutningunum til heiðurs. Mundu standa meðfram teinunum og veifa til lestarstjórans og þakka honum fyrir þá atvinnu sem gegnumkeyrsla hans veitir. Og ef pólskir sveitungar mundu fagna því að meðferðarstofnum fyrir HIV-jákvæða fíkla væri að koma í dalinn í stað þess að standa mótmælastöðu með Maríulíkneski í broddi fylkingar.

Þá væri nú aðeins auðveldara að stjórna þessari bansettu veröld.

En þótt gestrisni íslenskrar landsbyggðar sem sé jákvæð og öðrum landsbyggðum heims til fyrirmyndar er ekki þar með sagt að við eigum að nýta okkur hana alltaf. Stundum getur nefnilega verið dýrt að vera í heimssókn.

Lengi hefur verið skortur fangelsi á höfuðborgarsvæðinu, sér í lagi þegar kemur að geymslu gæsluvarðhaldsfanga. Það er fínt að vista ótínda glæpamenn fjarri spilltri borginni, í von um að sveitaloftið og mystíska landslagið fylli þá með nýrri lífsýn. En það er einfaldlega of kostnaðarsamt að hafa gæsluvarðhaldsfangelsi of langt í burtu.

Undanfarin ár hefur þurft að vista gæsluvarðhaldsfanga á Litla-Hrauni. Rannsóknarlögreglumenn hafa því þurft að keyra þangað vegna yfirheyrslna. Þegar lagt er af stað segist fanginn ekki vilja hafa lögmann viðstaddan, þegar komið er á staðinn skiptir hann um skoðun og þá þarf að bíða eftir lögmanninum o.s.frv. Svona leikur óþjóðalýðurinn sér að lögunum. Lögreglumennirnir þurfa að skutlast á milli og hanga í kaffi meðan að unglingar í borginni kveikja í bílum og éta upp úr ruslatunnum.

Af ofantöldum ástæðum er ég því andvígur því að nýtt fangelsi verði reist á Suðurnesjum. Stundum verður einfaldlega mun ódýrara að hafa hluti í höfuðborginni. En hin bjartsýni ákafi landsbyggðarinnar til að sópa til sín verkum sem annars staðar þættu ógeð er virðingarverður og ekki skrýtið að menn freistist til að verðlauna hann með heimskulegum tilfærslum ríkisstofnana, af og til.

Latest posts by Pawel Bartoszek (see all)

Pawel Bartoszek skrifar

Pawel hóf að skrifa á Deigluna í september 2002.