Hugleiðing um Mars í febrúarbyrjun

Hugleiðingar um MarsPlánetan Mars hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarin ár og ekki að furða því vangaveltur eru uppi um það hvort þar hafi eitt sinn þrifist líf. Þetta hófst allt saman með því að loftsteinn, sem talinn er vera frá mars, fannst á jörðinni er innihélt steingervðar leifar af einhvers konar gerli (e. bacteria). Hafi gerillinn í raun komið frá Mars kollvarpar það sjálfsögðu öllum okkar hugmyndum um alheiminn – og Mars.

Hugleiðingar um MarsPlánetan Mars hefur verið mikið í sviðsljósinu undanfarin ár og ekki að furða því vangaveltur eru uppi um það hvort þar hafi eitt sinn þrifist líf. Þetta hófst allt saman með því að loftsteinn, sem talinn er vera frá mars, fannst á jörðinni er innihélt steingervðar leifar af einhvers konar gerli (e. bacteria). Gerlar eru lifandi frumur og hafi gerillinn komið frá Mars er það óvíkjandi sönnun um að þar hafi eitt sinn þrifist líf. Nærtækasta skýringin á þessu er auðvitað sú að gerillinn hafi steingervst eftir að steinninn lenti á jörðinni en vísindamenn telja að ákveðnar líkur séu á því að svo sé ekki og það kollvarpar að sjálfsögðu öllum okkar hugmyndum um alheiminn – og Mars.

Eftir þessa merku (eða ómerku) uppgötvun hafa menn keppst við að rannsaka þennan rauða dularfulla nágranna okkar í þeirri von að komast nær sannleikanum um uppruna lífs í okkar sólkerfi. Það er langt síðan að menn fóru að koma með getgátur um líf á öðrum hnöttum en annað líf, eða náskylt, í sama sólkerfi er eitthvað sem fáir vísindamenn höfðu trú á. Okkur hefur reynst ómögulegt að sanna eða afsanna kenninguna um líf á Mars með því rannsaka plánetuna úr fjarlægð og því höfum við sent nokkra ómannaða leiðangra, með ærnum tilkostnaði, til þess að framkvæma rannsóknir á staðnum. Nú síðast í janúar lentu þrjú ómönnuð tæki á plánetunni, tvö frá NASA og eitt frá ESA, sem ætlað er að finna leifar um vatn (forsenda okkar lífs) og rannsaka jarðveginn. Við höfum reyndar misst samband við tvö þessara tækja en menn binda vonir við að hið þriðja geti gefið okkur verðmætar upplýsingar.

Margir telja að spurningunni um hvort líf hafi þrifist á Mars verði ekki svarað fyrr en mannaðir leiðangrar verði gerðir út til þess að komast að hinu sanna, og það stendur nú til. Bandaríska geimferðastofnunin ráðgerir að senda mannaða sendiför til Mars einhvern tíma á næstu tuttugu árum og liggur frumvarp þess efnis fyrir Bandaríkjaþingi. Mörgum vex kostnaðurinn í augum því hann er hreint út sagt stjarnfræðilegur, áætlaður 150-250 milljarðar dollara eða 10,5-17,5 billjónir króna. Menn hljóta að spyrja sig hvort það sé réttlætanlegt að fara út í slík verkefni þegar vandamál heimsins blasa við okkar hvívetna. Klassísk er til dæmis spurningin af hverju við séum að senda mann til tunglsins þegar börn deyja daglega úr hungri vegna fátæktar. Svarið er ekki einfalt enda inniheldur spurningin aðra spurningu sem við erum ætíð að svara en forðumst að spyrja: Er rétt að verðmeta mannslíf?

Ef við veltum fyrir okkar tilveru mannsins í sinni einföldustu mynd og án allra trúarlegra áhrifa má e.t.v. segja að líf okkar snúist um tvennt, þ.e. að komast af og fjölga sér. Öll verðum við að afla til að eiga í okkur og á og öll höfum við eðlislæga þörf til að fjölga okkur. Burt séð frá þessum „frumþörfum“ eyðum við tíma og orku okkar í meginatriðum í tvennt, annars vegar í að „hafa það gott“ og hins vegar í þekkingarleit. Hvatinn til þess að hafa það gott og dekra við okkur sig hefur margar birtingarmyndir og heldur okkur uppteknum flesta daga. Listir, dægradvöl, skemmtanir, ferðalög, og framfarir í tækni og vísindum má rekja margar til þess hvata að „hafa það náðugt“ og samfélagið í heild sinni er mótað til þess að styðja við þessa þörf. En þekkingarleitin aftur á móti virðist nokkuð sér á báti.

Mannkynið hefur allt frá upphafi haft ótstjórnlega þörf til þess að finna uppruna sinn, fræðast og skilja alla hluti. Æðsta stig þekkingarleitarinnar er e.t.v. spurningin, hver er tilgangur lífisins, og sú spurning hefur „kostað“ margan blóðdropann í gegnum aldirnar. Það er líka ef til vill angi af þessari spurningu sem er draga okkur til Mars, því ef við skiljum lífið og uppruna þess skiljum við hugsanlega tilganginn. Við munum því fara til Mars, hvað sem það kostar í krónum eða mannslífum, svo lengi sem spurningunni um tilgang lífsins og líf á öðrum hnöttum er ósvarað. Spurningin um réttmæti Mars-leiðangra snýst því ekki um hvort, heldur hvenær.

Latest posts by Davíð Guðjónsson (see all)