Langir laugardagar

LandspítaliNýjust sparnaðar ráðstafnir Landspítalans gera ráð fyrir að loka hjartabráðamóttöku við Hringbraut um helgar. Það er því ekki sama á hvaða degi vikunnar hjartasjúkdómur dynur yfir.

LandspítaliNú skal það fyrst tekið fram að undirritaður er enginn sérfræðingur í flóknu sjúkrakerfi á Íslandi en hefur fylgst með umræðunni, sérstaklega undanfarna daga um sparnaðaraðgerðir Landspítala Háskóla Sjúkrahús. Margt hefur verið sagt varðandi fækkun starfskrafta, sérstaklega hefur verið bent á að aðgerðirnar eigi ekki að skerða þjónustu. Ef ekki á að skerða þjónustu er hægt að velta því fyrir sér hvað allt þetta fólk hefur verið að gera í vinnunni hingað til.

Ekki verður þó gerð nein tilraun til að gera skil á því hvaða áhrif þetta hefur á sjúkrahúsið eða starfsemi þess. Það er þó eitt sem stingur hvað mest í stúf við þessa aðgerð og hefur ríkulega verið mótmælt en það er lokun bráðamóttöku við Hringbraut, en hún er sú móttaka sem m.a. sinnir hjartveiku fólki. Eftir breytinguna þarf að auka starfsemi bráðamóttöku i Fossvogi til að anna auknu álagi auk þess sem flutningar á milli spítala munu aukast þar sem hjartadeildin er við Hringbraut.

Verði deildinni lokað er eins gott fyrir einstaklinga að velja vel þá daga sem þeir verða hjartveikir. Nú er nýbúið að gera breytingar þannig að hjartaþræðingar fara fram um helgar en áður þurftu sjúklingar að bíða fram á virkan dag til að komast í þræðingu, jafnvel þótt um bráðatilfelli væri að ræða. Með þessu skrefi er því snúið frá þeirri jákvæðu þróun sem átt hefur sér stað. Sjúklingur sem veikist þarf fyrst að fara á bráðamóttöku í LSH Fossvogi, þar þarf að taka ákvörðun um hvort aka eigi viðkomandi upp á Hringbraut eða hvort hann sé nægilega hraustur til þess að fara aftur heim.

Í fréttatilkynningu frá Háskólasjúkrahúsi kemur fram að um 26 tillfelli er að ræða á dag, þar sem 50-60% eru send beint heim, sem þýðir að á ári eru 1100 – 1300 manns lagði inn í gegnum bráðamóttökuna. Þegar kemur að hjartasjúkdómum skiptir hver mínúta máli, sjúklingur sem kemur of seint undir læknishendur getur borið varanlegan skaða af eða dauða.

Í bæklingi hjartaverndar þar kemur eftirfarandi fram:

Mikilvægt er að koma strax til rannsóknar því að sé um kransæðastíflu að ræða er áhættan langmest á fyrstu klukkustundu frá upphafi einkenna. Jafnframt eru möguleikar til meðferðar langmestir á upphafsklukkustundum áfalls.

Allir sem hafa komið á bráðamóttöku í Fossvogi vita hversu mikið þar er að gera, og komið hefur fram að það getur tekið frá 20-30 mínútum að koma sjúklingi til læknis á hjartadeildinni við Hringbraut.

Að sjálfsögðu þarf að gæta sparnaðar og hagsýni í rekstri spítala, ekki síst á meðan þeir eru reknir fyrir almannafé. Þegar niðurskurðarhnífnum er beitt er ljóst beita þarf honum rétt. Spítalinn hefur stærri skyldu en svo að hægt sé að beita niðurskurðarhnífnum beint og án tilltits til afleiðinga.

Latest posts by Tómas Hafliðason (see all)

Tómas Hafliðason skrifar

Höfundur hefur skrifað á Deigluna frá árinu 2002. Höfundur er verkfræðingur frá Háskóla Íslands og rekur eigið fyrirtæki.