Töfrar tækninnar

Tækni og vísindiAf einhverri ástæðu hefur ákveðinn “þjóðfélagshópur”, á að giska fjórðungur til fimmtungur mannkyns, óstjórnalegan áhuga á öllu sem við kemur tækni og vísindum. Þessir “tæknigúrúrar” eru í ölum þjóðfélagsstéttum og flest heimili innihalda a.m.k. einn slíkan. Þetta eru mennirnir eða konurnar sem sjá um að stilla myndbandstækið, læra á fjarstýringarnar, koma upp nettengingu á heimilið o.s.frv.

Tækni og vísindiAð mati pistlahöfunndar er einn af meginkostum Deiglunnar hversu fjölbreytileg hún er, eða eins og Forrest Gump hefði orðað það: “Deiglan er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvað þú færð” 🙂 Í bland við hápólítísk ágreiningsmál líðandi stundar má þar finna greinar um hugsjónir, hagfræði, fagurfræði, sálfræði, fáfræði, viðskipti, bókmenntir og gamanmál svo eitthvað sé nefnt. Til viðbótar þessari greinaflóru er fastur liður á miðvkudögum um tækni og vísindi, þar sem reynt er að gera tækninýungum og framförum í vísindum skil í aðgengilegum texta. Greinaflokkurinn höfðar ekki til allra lesenda vefritsins og er af sumum stjórnmálaþyrstum lesendum dæmdur sem óspennandi jaðarflokkur. Greinaflokkurinn er þó ómissandi hvað varðar fjölbreytni vefritsins og fullnægir þekkingarfýsn fjölmargra lesenda.

Af einhverri ástæðu hefur ákveðinn “þjóðfélagshópur”, á að giska fjórðungur til fimmtungur mannkyns, óstjórnalegan áhuga á öllu sem við kemur tækni og vísindum. Þessir “tæknigúrúrar” eru í ölum þjóðfélagsstéttum og flest heimili innihalda a.m.k. einn slíkan. Þetta eru mennirnir eða konurnar sem sjá um að stilla myndbandstækið, læra á fjarstýringarnar, koma upp nettengingu á heimilið o.s.frv. Það er óhætt að halda því fram að þessi áhugamannahópur hafi víðtæk áhrif á heiminn. Hann til dæmis heldur uppi stórum hluta hátækniiðnaðarins með tækjadellu sinni og stuðlar þannig beint og óbeint að tækniframförum. Auk þess er hann tilbúinn til þess að sætta sig við ýmsa galla tækninnar og fóstrar tækninýungar sem almennir notendur eru ekki tilbúnir að sætta sig við þar til þær þróast yfir í almennar neysluvörur. Það er til dæmis óvíst að farsímar, tölvur eða GPS tæki væru almenn fjöldaframleiðsluvara ef tækniáhugamenn hefðu ekki fóstrað “gallaðar” frumgerðir þessara tækja, oft með töluverðum tilkostnaði.

Undirritaður tilheyrir þessum umrædda hópi og hefur sem slíkur þurft í gegnum tíðina að “redda” öllum tæknitengdum atriðum fyrir fjölskyldu og ættingja. Það er sársaukalaust og svalar einungis sameiginlegri fýsn þess hóps, að kunna á allt tæknidót og gera tilraun til þess að skilja allt sem í heimi er. Fyrir ykkur sem deilið þessum áhuga bendi ég á framúrskarandi vefsíðu semer, að Deiglunni frátaldri, ein skemmitlegasta vefsíða í heimi, sannkallaður konfektmoli: WWW.HOWSTUFFWORKS.COM

Latest posts by Davíð Guðjónsson (see all)