LeBron James: Hinn útvaldi II

lebronjames02.jpgLeBron James er mættur til leiks hjá stóru strákunum og lætur til sín taka.

lebronjames02.jpgFyrir nokkrum dögum hófst NBA deildin á ný eftir sumarfrí. Óhætt er að segja að mikil spenna hafi ríkt fyrir byrjun keppnistímabilsins. Sumarið hefur verið mjög viðburðaríkt. Margir leikmenn skiptu um lið. LA Lakers safnaði saman besta liði sem sést hefur og státar liðið nú af fjórum heiðurshallarmeðlimum (Hall of Fame), þeim Shaquille O’Neal, Kobe Bryant, Gary „Hanskinn“ Payton og Karl Malone. Fastlega var búist við að þeir myndu rúlla upp deildinni en svo kom upp málið með Kobe og nú eru líkur þeirra til að vinna stórum skertar.

Aðaleftirvæntingin var þó í kringum einn ungan dreng, LeBron James, sem kosinn var fyrstur af Cleveland í nýliðavali NBA-deildarinnar. Hann er vel hlaðinn hæfileikum og gríðarlega mikið efni. Hann hlaut svo mikla athygli að mörg fyrirtæki sáu sér leik á borði og ákváðu að gera við hann auglýsinga samning en hann var búinn að vinna sér inn yfir hundrað milljónir dollara, þ.á.m. 90 frá Nike, áður en hann spilaði sinn fyrsta leik í NBA-deildinni. Einnig var honum gefinn Hummer X2. Hann spilaði ekki í háskólaboltanum heldur fór beint í NBA-deildina eftir grunnskóla og er því aðeins átján ára gamall.

Margir spáðu samt LeBron James ekki góðu gengi á tímabilinu. Flestir sem koma beint úr grunnskóla í deildina eiga erfitt uppdráttar fyrsta árið. Aðrar stjörnur sem komu beint úr grunnskóla eru t.d. Kevin Garnett, Kobe Bryant, Tracey McGrady og fleiri en þessir eru stjörnuliðsmenn í dag þótt að þeim hafi gengið brösulega á fyrsta tímabilinu sínu. Einnig hefur verið bent á að leikmenn í hans stöðu (LeBron er leikstjórnandi) eru lengur en aðrir að komast í takt við deildina. John Stockton var varamaður á sínu fyrsta ári í deildinni og Steve Nash skoraði aðeins 3.3 stig að meðaltali þegar hann byrjaði sinn feril. Aðeins Magic Johnson byrjaði strax vel sinn af þeim bestu.

Vegna þessa ástæðna var almennt talið að leikmaðurinn sem var valinn annar í valinu, Carmelo Anthony (Denver) yrði valinn nýliði ársins. Anthony gékk mun betur en LeBron á undirbúningstímabilinu og einnig er Anthony hetja úr háskólaboltanum en hann leiddi lið sitt til sigurs í NCAA-deildinni.

Hvernig gékk síðan LeBron James í fyrsta leiknum sínum? Jú, hann skoraði 25 stig, tók 12 fráköst, gaf 7 stoðsendingar og tapaði boltanum aðeins tvisvar. Þetta er ótrúlegur árangur sem hvaða stjörnuliðsmaður yrði stoltur af. Þetta er svo ótrúlegur árangur að hann skoraði fleiri stig í sínum fyrsta leik en Kevin Garnett, Kobe Bryant, Tracey McGrady, Amaré Stoudamire til samans skoruðu í fyrsta leiknum sínum hver fyrir sig. Geri aðrir betur.

Latest posts by Ari Tómasson (see all)