Tony er engin Thatcher

Í dag er kosið í almennum þingkosningum á Bretlandi og opnuðu kjörstaðir klukkan sjö í morgun. Allt bendir til þess að Bretar vilji Verkamannaflokk Tony Blairs áfram við völd næstu fjögur árin þó dregið hafi verulega saman með fylkingunum síðustu daga.

Í dag er kosið í almennum þingkosningum á Bretlandi og opnuðu kjörstaðir klukkan sjö í morgun. Allt bendir til þess að Bretar vilji Verkamannaflokk Tony Blairs áfram við völd næstu fjögur árin þó dregið hafi verulega saman með fylkingunum síðustu daga.

Kosningabaráttan hefur verið heldur líflaus, ef utan er talið kjaftshöggið sem John Presscot veitti kjósanda svo eftirminnilega. Sögulegir atburðir hafa nú einnig gerst í lok baráttunnar sem vekja óneitanlega athygli. Í fyrsta skipti hvetjur íhaldsblaðið The Times kjósendur til að kjósa Verkamannaflokkinn. Það gera Financial Times og The Economist einnig. Tilgangur þeirra virðist vera að finna verðugan arftaka Margrétar Thatcher fyrrum forsætisráðherra og leiðtoga Íhaldsflokksins.

Margrét Thatcher tók við forsætisembættinu á Bretlandi 1979 eftir að Verkamannaflokkurinn hafði lagt efnahag landsins í rúst og gríðarlegt vonleysi ríkti meðal Breta.
Bretar, sama hvar í flokki þeir standa, bera mikla virðingu fyrir því sem Thatcher áorkaði því að hún færði Bretum aftur sjálfsvirðinguna. Með réttum meðulum tókst henni að framkvæma kraftaverk á þeim tíma sem hún var við völd þrátt fyrir að hafa mætt gríðarlegri andspyrnu frá þeim sem nú eru í nútímalega jafnaðarmannaflokknum, Verkamannaflokknum.

Tony Blair komst til valda í Verkamannaflokknum 1994 eftir að hafa í tæpan áratug talað fyrir róttækum breytingum á Verkamannaflokknum og stefnu flokksins. Síðan þá hefur Blair í mörgu fylgt stefnu Thatcher og kannski má segja að Verkamannaflokkurinn hafi í rauninni hegðað sér eins og týpískur miðju-hægri flokkur þann tíma sem Tony Blair hefur verði við völd. Trú á markaðinn, samkeppni og blómstrandi einkagreira eru nú taldir sjálfsagðir hlutir og Verkamannaflokkurinn hefur meira að segja stigið skrefið lengra en Íhaldsflokkurinn í menntamálum og innleitt skólagjöld á háskólastigið.

En þetta er ekki allt svona gott. Nánast allur annar skattur en tekjuskattur hefur hækkað og auknar reglugerðir hafa íþyngt viðskiptalífinu. Hagvöxtur hefur einnig verið minni á Bretlandi en í öðrum ESB ríkjum og í Bandaríkjunum og hægar hefur dregið úr atvinnuleysi á Bretlandi en hjá hinum þjóðunum. Verkamannaflokknum hefur ekki náð slíkum árangri að hann verðskuldi meirihluta í kosningunum nú. Blair hefur ekki gert nein kraftaverk fyrir Bretland, hann er engin Thacher.

Samkvæmt heimildum BBC þá fer kosningin fremur hægt af stað en gert er ráð fyrir því að hún eigi eftir að aukast seinnipartinn þegar fólk kemur heim úr vinnu. Ef miðað er við fjölda greiddra atkvæða í Southampton bendir allt til þess að kosningaþátttakan verði á bilinu 60-70% sem er talsvert lægra en 1997 og það lægsta síðan 1935.

Latest posts by Soffía Kristín Þórðardóttir (see all)

Soffía Kristín Þórðardóttir skrifar

Soffía hóf skrif á Deigluna í apríl 2001.