Gagnlegar vangaveltur um skatta

SkattarÍ grein fyrr í vikunni fjallaði Jón Steinsson um leiðir í skattamálum og var ein málsgrein um svokallaðan hátekjuskatt. Þar kom fram sú skoðun greinarhöfundar að hækka frítekjumarkið í 350-400 þúsund og að nefna skattinn öðru nafni. Sú sem skrifar nú er alfarið á móti þessum skatti og finnst hann til þess fallinn að letja fólk til vinnu. Hins vegar er önnur hlið á þessum skatti sem má gagnrýna en það er álagning hans. Skatturinn er greiddur eftir skattaárið og kemur því til greiðslu 1. ágúst árið eftir að teknanna er aflað. Þá er gerð áætlun um greiðslu hátekjuskatts fyrir næsta ár og innheimt eftir því.

SkattarÍ grein fyrr í vikunni fjallaði Jón Steinsson um leiðir í skattamálum og var ein málsgrein um svokallaðan hátekjuskatt. Þar kom fram sú skoðun greinarhöfundar að hækka frítekjumarkið í 350-400 þúsund og að nefna skattinn öðru nafni. Sú sem skrifar nú er alfarið á móti þessum skatti og finnst hann til þess fallinn að letja fólk til vinnu. Hins vegar er önnur hlið á þessum skatti sem má gagnrýna en það er álagning hans. Skatturinn er greiddur eftir skattaárið og kemur því til greiðslu 1. ágúst árið eftir að teknanna er aflað. Þá er gerð áætlun um greiðslu hátekjuskatts fyrir næsta ár og innheimt eftir því.

Óháð því hvað mönnum finnst um þennan skatt eru vonandi flestir sammála að bæta mætti innheimtuaðferðirnar, skuli á annað borð rukka hann

Til að skýrangar á því hvernig þessi skattur er reiknaður á lagður er meðfylgjandi útdráttur úr bæklingi ríkisskattstjóra um álögð gjöld 2003

Sérstakur tekjuskattur

Sérstakur tekjuskattur er 7% af tekjuskattsstofni yfir 3.980.000 kr. hjá einhleypingi og 7.960.000 kr. hjá hjónum. Á síðustu fimm mánuðum ársins 2002 var innheimt fyrirframgreiðsla vegna álagningar skattsins 2003 og gengur hún á móti álögðum sérstökum tekjuskatti ársins 2003. Á síðustu fimm mánuðum ársins 2003 verður innheimt fyrirframgreiðsla vegna væntanlegrar álagningar sérstaks tekjuskatts 2004.Nemur fjárhæð fyrirframgreiðslu 5% af tekjuskattsstofni yfir 4.089.450 kr. hjá einhleypingi og 8.178.900 kr. hjá hjónum.

Sumum kynni að finnast það hjákátlegt að mikla þessa hluti fyrir sér en ef rýnt er í textann og einföldum hugarreikningi beitt, kemur í ljós að ef þetta gæti bitnað á e-m væri það líklegast harðduglegum nýútskrifuðum háskólanemum. Ástæðan er sú að margir sjá sér ekki fært að leggja í kostnaðarsamt framhaldsnám einungis með námslánum. Því vinna þeir talsvert mikið í fáein ár áður en hafist er handa við frekara nám. Þessi skattur getur því komið illa í bakið á fólki sem er að halda í framhaldsnám, og hefur gert kostnaðaráætlun vegna náms en gerir ekki alltaf ráð fyrir þessum óvæntu útgjöldum. Fyrir fólk sem fer í framhaldsnám að einu og hálfu ári liðnu, það er ef gert er ráð fyrir að fólk byrji að vinna í upphafi árs til einföldunar, bíður þess að borga 12% eftirágreiddan skatt (7% af tekjuskattstofni árið 2003 og fyrirframáætlun upp á 5% fyrir næsta ár) ef tekjuskattstofn er yfir 3.980.000 sem er að meðaltali tekjuskattstofn upp á 332 þúsund krónur á mánuði.

Ef á annað borð á að halda áfram að rukka þennan skatt ætti að breyta honum hið snarasta og gera hann staðgreiðsluskyldan, í það minnst að e-u leyti. Fræðilega ætti það ekki að skipta máli hvenær skatturinn er innheimtur fyrir rökrétta manneskju, þar sem hægt er að áætla nokkurn veginn hver skattbyrðinn verður. Hins vegar gleymist slíkt og þetta er einn af þeim hlutum sem gera skattkerfið ógegnsætt. Fólk gerir almennt ráð fyrir því að ríkið taki sinn hluta af launum þess en síðan sé það laust við afskipti skattsins á tekjuhlið.

Á móti staðgreiðslu hátekjuskatt er einna helst þeim rökum haldið fram að oft vinni fólk hluta úr ári mjög mikið og því yrði skattur þá innheimtur sem yrði svo ekki endurgreiddur fyrr en ári síðar, þegar ljóst væri að einstaklingur hefði ekki náð lágmarksupphæð tekjuskattsstofns fyrir árið í heild. Þá hlýtur maður að spyrja sig, af hverju er tekjuskattur ekki innheimtur eftirá, ef undirritaðri minnir rétt getur skólafólk fengið endurgreiddan ofgreiddan tekjuskatt gegn einhvers konar vottorði strax við starfslok að sumri.

Vonandi verður þessari innheimtuaðferð breytt sem fyrst, enda í raun aðeins um tæknilega útfærslu að ræða sem auðvelt væri að lagfæra ef vilji er fyrir hendi

Latest posts by Guðrún Pálína Ólafsdóttir (see all)

Guðrún Pálína Ólafsdóttir skrifar

Guðrún Pálína hóf að skrifa á Deigluna í ágúst 2002.