Athugasemd frá ritstjóra

Vegna ritstjórnarpistils sem birtist á Deiglunni og upplýsinga sem síðar hefur verið aflað hefur ritstjóri sent frá sér stutta athugasemd.

Í morgun birtist pistill hér á Deiglunni þar sem fjallað var um frétt Associated Press þar sem fram kemur að dómsmálaráðherra Íslands hafi mælst til þess á Íslandi verði stofnaður 500 til 1000 manna her með 21 þúsund manna varaliði. Svo virðist sem AP hafi í umfjöllun sinni slitið úr samhengi ummæli sem dómsmálaráðherra lét falla í ræðu 7. september árið 1995. Í þeirri ræðu sagði orðrétt:

With regards to the argument that the population of Iceland is too small to man military units the truth is that with a total population of approximately 270.000 people as a rule of thumb about 8-10% can be mobilized for military duty if a national emergency occurs without bringing the national economy to a standstill. In our case this means between 21000-27000 people or about the same number as in Luxembourg which has an army of 1000 soldiers. A small number of Icelanders or between 500-1000 people in uniform on either voluntary or full time basis who could train other reserves would not create any difficulties for the Icelandic labor market.

Hér er augljóslega verið að ræða um annan hlut en skilja mátti af frétt AP í gær. Í ljósi þessa harmar Deiglan að hafa komist svo að orði að dómsmálaráðherra hefði hlaupið með skoðanir sínar í heimspressuna og þannig spillt fyrir viðræðum við Bandaríkjamenn um varnarmál. Í ljósi af framansögðu verður að teljast að þau ummæli á Deiglunni hafi verið ósanngjörn.

Deiglan ítrekar hins vegar andstöðu sína við hugmyndir um stofnun íslensks hers. Deiglan leggur einnig áherslu á að stefnt verði að áframhaldandi varnarsamstarfi við Bandaríkin og önnur Natóríki með það fyrir augum að tryggja öryggi á Íslandi og á svæðunum í kringum landið.

Ritstjóri

deiglan@deiglan.com'
Latest posts by Ritstjórn Deiglunnar (see all)