Svarta gullið I

Margar þjóðir heimsins, a.m.k. þær vestrænu, hafa komið sér upp lögum og reglum til að hindra hvers kyns verðsamráð á neytendavörum. Þetta er gert í þeim tilgangi að koma í veg fyrir fákeppni og vernda þannig hagsmuni neytenda. Við þekkjum þessi lög hérlendis af nýlegum dæmum af grænmetismarkaði þar sem Samkeppnisstofnun hafði víðtækar heimildir til gagnaöflunnar og sakfellingar. Ef hins vegar ríkisstjórnir nokkurra landa tækju sig saman um verðsamráð vandast málið. Alþjóðleg lög taka ekki á verðsamráði ríkisstjórna og jafnvel þó svo væri myndi reynast erfitt að framfylgja þeim. Þetta sannast einna best á starfssemi OPEC, „The Organization of Petroleum Exporting Countries”. Samtökin eru vettvangur 11 ríkja í olíuútflutningi og hafa það eitt að markmiði að „ákveða” heimsmarkaðsverð á olíu.

Margar þjóðir heimsins, a.m.k. þær vestrænu, hafa komið sér upp lögum og reglum til að hindra hvers kyns verðsamráð á neytendavörum. Þetta er gert í þeim tilgangi að koma í veg fyrir fákeppni og vernda þannig hagsmuni neytenda. Við þekkjum þessi lög hérlendis af nýlegum dæmum af grænmetismarkaði þar sem Samkeppnisstofnun hafði víðtækar heimildir til gagnaöflunnar og sakfellingar. Ef hins vegar ríkisstjórnir nokkurra landa tækju sig saman um verðsamráð vandast málið. Alþjóðleg lög taka ekki á verðsamráði ríkisstjórna og jafnvel þó svo væri myndi reynast erfitt að framfylgja þeim. Þetta sannast einna best á starfssemi OPEC, „The Organization of Petroleum Exporting Countries”. Samtökin eru vettvangur 11 ríkja í olíuútflutningi og hafa það eitt að markmiði að „ákveða” heimsmarkaðsverð á olíu.

OPEC samtökin voru stofnuð árið 1960 af Íran, Írak, Kúvæt, Sádí-Arabíu og Venesúela. Síðan þá hafa Qatar, Indónesía, Líbía, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Alsír og Nígería bæst í hópinn auk þess sem Ekvador og Gabon voru meðlimir um hríð. Aðildarríkin eiga megnið af auðvinnanlegri olíu í heiminum og eru ábyrg fyrir um 55% af árlegri olíuvinnslu. Olía frá OPEC ríkjunum er seld á á frjálsum markaði í samkeppni við olíu frá öðrum löndum. Olíuverð sveiflast því til dag frá degi eftir lögmálum markaðarins, framboði og eftirspurn. OPEC samtökin geta ekki fastsett heimsmarkaðsverð á olíu en þau geta hins vegar stýrt verðinu í gegnum olíuframboð, sem og þau gera.

Verðsamráð OPEC ríkjanna er óþolandi fyrir hinn vestræna heim sakir þess hversu gífurleg áhrif olíverð hefur á efnahagslíf Vesturlanda. Ólíkt Íslendingum nota Vesturlandabúar olíu ekki einungis á bifreiðar sínar heldur einnig til að kynda húsin sín og framleiða rafmagn. Það er því viðkvæmt jafnvægi á milli olíuverðs og hagvaxtar í Evrópu og Bandaríkjunum. Bandaríkjamenn framleiða sjálfir umtalsvert magn af olíu en eru samt sem áður stærstu innflytjendur á olíu í heiminum. Þeir hafa því gífurlegra hagsmuna að gæta og hafa eytt miklum tíma og peningum í að skapa sundrungu og óeiningu á milli OPEC ríkjanna. Sundrungarstefnan var reyndar upphaflega mótuð af Breska heimsveldinu á stríðsárunum en Bandaríkjamenn hafa tekið við henni sem verndarar Vestrænna hagsmuna. Inn í flókið samspil olíuhagsmuna hafa svo fléttast trúarbragðadeilur og barátta gegn kommúnisma.

Olíukreppan 1973 er dæmi um áhrif OPEC ríkjanna á efnahag Vesturlanda og viðkvæmt ástand í Mið-Austurlöndum. Atburðarásin var sú að 20. október 1973 heimilaði Richard Nixon, forseti Bandaríkjanna, sölu á þungavopnum til Ísrael. Sádí-Arabar, mestu olíframleiðendur heimsins, brugðust ókvæða við og drógu saman olíuframleiðslu sína í mótmælaskyni. Áhrifin létu ekki á sér standa þvi olíuverð hækkaði um 400% og í byrjun ársins 1974 var skollin á heimskreppa, sú versta frá 1937.

Á kaldastríðsárunum reyndist auðvelt að fá Vesturlandabúa til að skrifa upp á sundrungarstefnu gagnvart Mið-Austurlöndum. Inn í hagsmunagæsluna fléttaðist barátta Bandaríkjanna gegn Sovétríkjunum, samúð Vestrænna fjölmiðla var með Gyðingum sökum hörmunga þeirra í helförinni og útbreiðsla Íslam var almennt litin hornauga. Í Persóflóastríðinu var ekki lengur hægt að beita þessum rökum og þá sást í fyrsta skipti nakinn sannleikurinn. Bandaríkjamenn reyndu í fyrstu að hylma yfir hagsmunagæslu sína með því að heyja stríð í nafni Sameinuðu þjóðanna og halda því fram að verið væri að verja tilverurétt sjálfstæðs ríkis. Fæstir höfðu þó nennu til að bulla lengi um frelsi nokkur þúsund araba í Kúvæt og viðurkenndu með þögn sinni tilgang stríðsins. Vestrænn almenningur þoldi líka alveg sannleikann og virðist nú jánka honum með misdjúpum hugleiðingum um eigin velmegun. Framhald…

Latest posts by Davíð Guðjónsson (see all)