Hugvekja á Hvítasunnu

Hvítasunnu hugvekjaSjö vikum eftir páska rennur upp hvítasunnudagur. En hvítasunnan ásamt jólum og páskum er ein af stórhátíðum kirkjuársins. Hátíðin á hvítasunnu á rætur í gyðingdómi eins og páskarnir. Hvítasunna gyðinga er uppskeruhátíð og trúarhátíð. Það er glaðst yfir unnu verki þegar voruppskeran er komin í hús og í musterinu og samkomuhúsum gyðinga er þess atburðar minnst þegar Móse var staddur á Sinaí fjalli og fékk í hendur töflurnar tvær með boðorðunum tíu sem var sáttmáli Guðs við þjóðina.

Hvítasunnu hugvekjaSjö vikum eftir páska rennur upp hvítasunnudagur. En hvítasunnan ásamt jólum og páskum er ein af stórhátíðum kirkjuársins.

Hátíðin á hvítasunnu á rætur í gyðingdómi eins og páskarnir. Hvítasunna gyðinga er uppskeruhátíð og trúarhátíð. Það er glaðst yfir unnu verki þegar voruppskeran er komin í hús og í musterinu og samkomuhúsum gyðinga er þess atburðar minnst þegar Móse var staddur á Sinaí fjalli og fékk í hendur töflurnar tvær með boðorðunum tíu sem var sáttmáli Guðs við þjóðina.

Fyrir kristnum mönnum eru páskarnir sigurhátíð sæl og blíð þegar helsi dauðans var brotið og maðurinn varð frjáls frá óttanum við dauðann. Þannig eru páskarnir fyrir kristnum manni hvatning um að lifa lífinu frjáls og óhikað og láta ekki dauðann þrengja að sálinni og lífsgleðinni.

Hvítasunna gyðinga er uppskeruhátíð og trúarhátíð. Það er glaðst yfir unnu verki þegar voruppskeran er komin í hús og í musterinu og samkomuhúsum gyðinga er þess atburðar minnst þegar Móse var staddur á Sinaí fjalli og fékk í hendur töflurnar tvær með boðorðunum tíu sem var sáttmáli Guðs við þjóðina.

Gyðingleg hefð segir að Guð hafi boðið öllum þjóðum jarðar þennan samning en Ísraelar einir tekið við honum og gengið að honum. Þannig undirstrikar hvítasunnan tvennt. Annars vegar að Guð er guð allra þjóða og lýða en hins vegar að það var og er Ísrael ein þjóða sem á í slíku sambandi við guð almáttugan að því er oft lýst sem ástarsambandi karls og konu.

En kristið fólk fagnar á hvítasunnu gjöf andans og rættist þá fyrirheit hins upprisna Krists. Guð gaf anda sinn og lærisveinarnir tóku við honum og þá var kirkjan til. Samfélag þeirra sem vildu þekkja Guð fyrir orð og mátt Jesú frá Nazaret.

Við lesum um þennan atburð í öðrum kafla postulasögunnar en hún var rituð í lok fyrstu aldar eftir Krist af sama höfundi og ritaði Lúkasarguðspjall og er saga postulanna rík af táknmáli úr gyðinglegri hefð og sögu.

„Það varð gnýr af himni og eldtungur settust á hvern og einn þeirra.“ Stormur og eldur eru algeng hugtök í gamlatestamenntinu og tákn um nærveru Guðs almáttugs. Í hebresku er notað sama orðið um vind og anda Guðs. „Jörðin var þá auð og tóm, og myrkur grúfði yfir djúpinu, og andi Guðs sveif yfir vötnunum.“ (1. Mósebók 1,2) og eldurinn kemur fyrir sem tákn Guðs t.d. í frásögu af Móse og þyrnirunnanum sem stóð í ljóum loga án þess þó að brenna. ( 2 Mósebók 3,1-6 )

Eins og við upphaf sköpunarinnar og í sögu Ísraelsþjóðarnir er gjöf andans á hvítasunnu samkvæmt skilningi kirkjunnar tákn um nýja sköpun og nýjan sáttmála.

Lærisveinarnir fóru að tala tungum. Til er tvenns konar tungutal. Annars vegar óskiljanlegt bænamál sem er samtal við Guð og þekkist í ýmsum trúarhópum og karismatískum hreyfingum innan kirkjudeilda. Hinsvegar er um að ræða tungutal sem sagt er frá að hafi átt sér stað á hvítasunnunni. Þá var fólk frá ýmsum þjóðum saman komið í Jerúsalem og það heyrði lærisveinana tala á móðurmáli sínu. Allir skildu það sem talað var.

Höfundur postulasögunar hefur áreiðanlega haft í huga söguna um Babelsturninn í 1 Mósebók 11,1-9. Allir menn töluðu sama tungumál í upphafi sögunnar og menn sögðu hver við annan: “Við skulum byggja oss borg og turn sem nái til himins.” Guði mislíkaði hroki mannanna og ruglaði tungumál þeirra þannig að enginn skildi framar annars mál og ráðagerðirnar misheppnuðust. Þaðan er komin sögnin að “babbla”.

Þannig fjallar hvítasunnan um viðsnúning til þess ástands sem var áður en tungumálið var ruglað. Líf og starf Jesú og nálægð anda hans í lífi lærisveinanna er upphaf nýrrar sköpunar þar sem það er gert heilt sem áður var brotið og því safnað saman sem áður var tvístrað.

Andi hvítasunnunar er andi Krists og kærleikans sem græðir og sameinar. Hann á að brenna í hjörtum þeirra sem játa trú á Krist og hann á að brenna í burtu það sem spillir og afvegaleiðir.

Þannig á kirkjan að vera í heiminum. Hún á að brjóta niður múra, fordóma og ótta. Hún á að sameina og byggja upp og líkna þeim sem höllum fæti standa og leggja lífinu lið. Gleðilega hvítasunnuhátíð.

Latest posts by Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson (see all)