Skólabókardæmi um skaðsemi ríkisstyrkja

Ýmis konar útgerð er stunduð hér á landi. Algengast er gert sé út á báti en það er alls ekki nauðsynlegt. Það er líka vinsælt, eiginlega tíska, að gera út á fundi með fjárlaganefnd Alþingis. Sú vertíð stendur yfirleitt stutt yfir og segja má að sóknardagakerfið sé þar í algleymingi, því engar aflatakmarkanir virðast við lýði. Duglegustu útgerðarmennirnir í þessum flokki eru yfirleitt forsvarsmenn ýmissa félagasamtaka.

Ýmis konar útgerð er stunduð hér á landi. Algengast er gert sé út á báti en það er alls ekki nauðsynlegt. Það er líka vinsælt, eiginlega tíska, að gera út á fundi með fjárlaganefnd Alþingis. Sú vertíð stendur yfirleitt stutt yfir og segja má að sóknardagakerfið sé þar í algleymingi, því engar aflatakmarkanir virðast við lýði. Duglegustu útgerðarmennirnir í þessum flokki eru yfirleitt forsvarsmenn ýmissa félagasamtaka.

Flest eru þess samtök því marki brennd, að starfsemi þeirra er samfélaginu lífsnauðsynleg og til þess að geta sinnt hlutverki sínu sómasamlega þurfa þau sífellt hærri framlög. Einhver kjánaleg félagasamtök hafa af einhverjum ástæðum ekki enn lagað sig að þessum útgerðarmáta og virðist hreinlega ekki geta spjarað sig í kerfinu. Önnur leika við hvern sinn fingur og útgerð þeirra gengur eins og í sögu.

Í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar, sem lagt var fram á dögunum, er lag til að framlög til Ungmennafélags Íslans (UMFÍ) verði hækkuð um 25 milljónir frá því sem ráð er fyrir gert á fjárlögum, úr 18 milljónum í 43, eða um 138%. Síðasliðinn miðvikudag fjallaði Deiglan um annan útgjaldalið, 02-919 Söfn – Ýmis framlög, og raunar virðist allt á sömu bókina lært í þessu blessaða nefndaráliti.

Sambærileg félagasamtök við UMFÍ, Íþrótta og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ), hafa að undanförnu unnið að því að koma á fót afreksmannasjóði til að styðja við bakið á afburðaíþróttamönnum innan vébanda sambandsins. Nú þegar hillir undir að ÍSÍ takist að stofna sjóð með í kringum 25 milljónum upp á eigin spýtur, þá ganga forráðamenn UMSÍ á fund fjárlaganefndar og fá sömu upphæð „gefins“ – örlætisgerningur meirihluta fjárlaganefndar í boði skattgreiðenda á Íslandi.

Telja menn líklegt að félagasamtök sjái sér einhvern hag í því að safna fé til starfsemi sinnar upp á eigin spýtur, ef hægt er að panta tíma hjá fjárlaganefnd Alþingis og fá bara peningana millifærða inn á bankareikning? En þetta er víst útgerð nútímans og skilaboðin frá meirihluta fjárlaganefndar verða ekki skilin á annan hátt, en að mönnum sé hollast að laga sig að kerfinu.

deiglan@deiglan.com'
Latest posts by Ritstjórn Deiglunnar (see all)