Hasta victoria siempre…

… hrópuðu skeggjuðu mennirnir þegar þeir þustu niður hlíðarnar fyrir ofan Havana þar sem Batista skalf á beinunum.

… hrópuðu skeggjuðu mennirnir þegar þeir þustu niður hlíðarnar fyrir ofan Havana þar sem Batista skalf á beinunum.

Eitt af mörgum hringlögum einkennum sögunnar er tilhneigð mannsins til uppreisnar. Hún getur brotist fram í hinum ýmsu myndum, stórum sem smáum og árangurinn er misjafn; þótt það sé ákveðinn sigur (út af fyrir sig) að Fídel Castró tóri enn (ótrúlegur andskoti) þrátt fyrir fleiri morðtilraunir en fellingarnar á Önnu Nicole Smith þá skal ég ekki segja hvort sú uppreisn sé sigur eður ei. Ekki varð hún til góðs – en haft er eftir Jóni Þorlákssyni að bylting sé lögleg “ef hún lukkast”.

Ein vinsælasta leiðin til að gera (smá)uppreisn í gegnum tíðina er notkun klæðaburðar til hneysklunar. Unglingar vilja gjarnan sýna sjálfstæði sitt gagnvart foreldrum sínum með því að klæðast fötum átrúnaðargoðanna (“viltu fara úr þessum “kúkabuxum,” rassinn er kominn niður á hné!”) Þetta fer óstjórnlega í taugarnar á foreldrunum sem vilja hafa börnin sín snyrtileg.

Á seinustu öldu komu sífellt nýjar tískubylgjur sem krakkar gátu fundið sig í, klætt sig eins og átrúnaðargoðin og gert foreldrana önuga í leiðinni. Þetta var allt frá stuttum pilsum millistríðsáranna til Elvis, frá pönkinu til Manson, frá Simon le Bon til Method Man. Flóran var óendanleg

En þegar seinasta öld leið undir lok virtist þetta trend einnig renna sitt skeið á enda. Lítum á áhrifavalda 21. aldarinnar; Radiohead, Coldplay, Beckham, Hives, Weezer osfrv. Ekki hneykslar maður marga snoðaður í stuttermabol eins og Thom Yorke eða með hanakamb og Police sólgleraugu eins og Beckham.

Ég spái því að ef ný bylgja fer ekki að koma á sjónarsviðið, hvað sem er; vera í boxerum yfir gallbuxurnar, geyma bjóra í buxnastrengnum, bara e-ð, þá gæti ólgan magnast stig af stigi í ófullnægðum, óhörnuðum unglingum sem finna engan farveg til að skera upp herör gegn viðteknum hefðum og byrja að fremja voðaverk.

Jájá… hlæið bara – en þið hlæið ekki mikið lengur þegar múgur af einkar snyrtilegum, Dressmann klæddum ungmennum eltir ykkur uppi með keðjusagir…

Latest posts by Ari Tómasson (see all)