Valdajafnvægi Evrópu og Bandaríkjanna

Evrópa 21. aldarinnar vill í öllu höfða til “skynseminnar”, fara eftir (hennar) lögum og reglum og blása til alþjóðafundar um hvert mál sem kemur upp í heimunum til að ræða málin á jafnréttisgrundvelli. Bandaríkjamenn á hinn bóginn virðast þreyttir á þessu jafnræðisvæli Evrópumanna og vilja láta vopnin tala; heiminum sé ekki treystandi og ljóst sé að sumar þjóðir skilji ekkert annað en blý.

Í stórskemmtilegri grein eftir

Robert Kagan
sem birtist á mánaðarritinu Policy Review í júní síðastliðnum er fjallað um viðkvæmt valdajafnvægi á milli Evrópu og Bandaríkjanna í sögulegu samhengi. Grein Kagan’s er sérstaklega áhugaverð í ljósi núverandi deilna Evrópu og Bandaríkjanna um málefni Íraks. Þar hafa Bandaríkjamenn viljað fara fram af hörku en Evrópa dregið lappirnar og haldið aftur af Bandaríkjamönnum.

Á meðan að regluveldið Evrópa vill fara hina “diplómatísku” leið í málefnum Íraks og höfða til friðar munda Bandaríkjamenn byssurnar og pirra sig á aðgerðaleysi og vettlingatökum Sameinuðu þjóðanna. Evrópa 21. aldarinnar vill í öllu höfða til “skynseminnar”, fara eftir (hennar) lögum og reglum og blása til alþjóðafundar um hvert mál sem kemur upp í heimunum til að ræða málin á jafnréttisgrundvelli. Bandaríkjamenn á hinn bóginn virðast þreyttir á þessu jafnræðisvæli Evrópumanna og vilja láta vopnin tala, heiminum sé ekki treystandi og ljóst sé að sumar þjóðir skilji ekkert annað en blý.

Sjónarmið þessarra heimsálfa eru gerólík og þær virðast eiga sífellt erfiðara með að skilja hvor aðra. Í þessu samhengi er áhugavert að átta sig á því að fyrir 200 árum síðan var þessu öfugt farið. Á 18. og 19. öld var Evrópa hernaðarveldi heimsins og beitti valdi valdi sínu óspart á meðan að Bandaríkjamenn, þá veikburða í hernaðarlegu tilliti, höfðuðu til skynseminnar og fyrirlitu valdbeitingu, þó svo að þeir hafi óspart barið á löndum sínum á þeim tíma. Alþjóðleg afstaða þessara heimsálfa virðist því í beinu samhengi við hernaðarmátt þeirra hverju sinni.

Skilaboð herlausrar Evrópu til heimsins í dag eru þau að alþjóðastofnanir og alþjóðadómstólar skuli hlutast til um öll alþjóðamál og ná um þau sátt, eða m.ö.o. að hernaðarlegur máttur skipti engu máli í alþjóðlegu samhengi. Skilaboð herveldisins, Bandaríkjanna, eru einfaldlega þau að sá sterkasti ræður. Stefna heimsálfanna virðist að miklu leyti litast af núverandi ástandi frekar en hugsjónum. Það verður fróðlegt að fylgjast með afstöðu Evrópu þegar hún hefur komið sér upp öflugum her, eins og stefnt er að.

Sjá grein Kagan’s, Power and Weakness.

Latest posts by Davíð Guðjónsson (see all)