Er pabbahelgi?

Eitt sinn sat ég með vinkonu minni og sagði henni mjög ákaft frá frábærum manni sem ég þekkti sem væri nýskilinn en hann væri með börnin jafn mikið og jafnvel meira en mamman, þau skiptu öllu á milli sín. Mér fannst þetta stórmerkilegt og hann var svo duglegur í mínum augum. Vinkona mín horfir á mig og segir: ,,Stella afhverju er hann duglegur, hann er ekki duglegur, hann er bara að gera það sem hann á að gera“. Þetta var ekki árið nítíu og eitthvað, nei þetta var 2011.Ég hugsaði við þessi ummæli hennar „hversu forn í hugsun er ég eiginlega“.

Eitt sinn sat ég með vinkonu minni og sagði henni mjög ákaft frá frábærum manni sem ég þekkti sem væri nýskilinn en hann væri með börnin jafn mikið og jafnvel meira en mamman, þau skiptu öllu á milli sín. Mér fannst þetta stórmerkilegt og hann var svo duglegur í mínum augum. Vinkona mín horfir á mig og segir: ,,Stella afhverju er hann duglegur, hann er ekki duglegur, hann er bara að gera það sem hann á að gera“. Þetta var ekki árið nítíu og eitthvað, nei þetta var 2011.Ég hugsaði við þessi ummæli hennar „hversu forn í hugsun er ég eiginlega“.

Ef hugmyndin um jafnrétti kynjanna á að ná fram að ganga þurfum við að horfa á það frá öllum hliðum. Við megum ekki festast í því að horfa á þetta út frá kvennasjónarhorninu, því í gegnum árin hafa karlmenn líka þurft að upplifa visst misrétti og þá sérstaklega þegar kemur að uppeldi barna. Þegar kemur að skilnaði foreldra var venjan sú að mæðurnar voru með barnið meirihluta tímans. Í dag er þetta að breytast, en er kerfið tilbúið fyrir það að jafnrétti sé að nást?

Nýverið fékk ungur faðir bréf frá Ríkisskattstjóra, þar stóð
…að þeir teljist einstæðir foreldrar sem hafa börn sín hjá sér og annast einir framfærslu þess í lok tekjuárs. Sá sem greiðir meðlag er ekki framfærandi í þessu sambandi sbr. A-lið 68 gr. laga nr. 90/2003. Samkvæmt þjóðskrá býr barnið hjá móður sinni og telst hún því annast framfærslu þess. Þér verðið þannig ekki talinn einstætt foreldri og eigið þar með ekki rétt til barnabóta samkv 68. gr. laga nr. 90/2003. Umrædd merking á framtali yðar í reitinn „einstætt foreldri“ er því ekki tekin til greina sem og nafn barns yðar hefur verið strikað út af skattaframtali yðar.“

Þessi faðir skiptir öllum útgjöldum með móðurinni, barnið hans á í raun tvö heimili, tvö herbergi og já hann á tvo foreldra en samkvæmt ríkinu er móðirin eini aðilinn sem sér um barnið og fær því barnabætur en ekki faðirinn. Hér er skýrt dæmi um foreldra sem vilja að barnið fái að eyða jafn miklum tíma með báðum foreldrum, báðir taka fjárhagslega og uppeldis ábyrgð en samt sem áður er barnið bara skráð hjá móður barnsins.

Vissulega stendur ekki í lögum að lögheimilið skuli vera hjá móður en venjan er sú og oft er erfitt að breyta venjum. Það er hægt að skipta forræði á milli foreldra 50/50 hví er ekki hægt að skrá lögheimili á tveim stöðum því ef forræði er skipt til helminga býr barnið líklegast á tveim heimilum.

Við verðum að breyta þessu hið snarasta. Barnið á rétt á því að kynnast báðum foreldrum sínum. Ef foreldrar skipta útgjöldum barnsins á milli sín, eiga þau rétt á því að skipta þeim bótum sem því fylgja á milli sín. Ef barnið býr á tveim stöðum er rétt að svo sé skráð í þjóðskrá.

Latest posts by Stefanía Sigurðardóttir (see all)

Stefanía Sigurðardóttir skrifar

Stella hóf að skrifa á Deigluna í nóvember 2004.