Hægrimenn enn til hægri, þrátt fyrir hrun!

Að hægrimenn séu enn hægrimenn… leggjandi áherslur á hægrimál eins og breytt rekstrarform stofnana og niðurskurð ríkisútgjalda og einstaka skattalækkun. Fráleitt, veit fólk ekki að hér varð hrun?

Að hægrimenn séu enn hægrimenn… leggjandi áherslur á hægrimál eins og breytt rekstrarform stofnana og niðurskurð ríkisútgjalda og einstaka skattalækkun. Fráleitt, veit fólk ekki að hér varð hrun?

Nei, grínlaust, þetta eru seríös umræður. Hvernig almannafé sé best varið og hvernig við fáum bestu heilbrigðisþjónustuna og hvernig við getum haldið áfram að veita hana þegar útgjöldin vaxa (sem þau munu gera, þjóðin mun eldast). Mér finnst leiðinlegt að afgreiða þau með facebook-statusum á borð við „ætlar nú silfurskeiðabandalagið að endurtaka leikinn?“. Það er ekki þannig að öll lönd heims hafi nú ákveðið að segja öllum einkarekstri stríð á hendur, út af bankakreppunni.

Mér finnst ýmislegt benda til að ríkisrekið heilbrigðistryggingakerfi sé ekki algalin hugmynd. Ég sé alla vega ekki að kerfi þar sem kostnaðinum við heilbrigðistryggingar sé velt á vinnuveitendur, líkt og víða er tilfellið á meginlandinu, hafi kosti framyfir hið norræna módel. En ég er ekki sannfærður um að tryggingar þurfi að bera allan kostnað af heilbrigðisþjónustunni, né heldur að sá sem hana veitir þurfi að vera opinber aðili.

Ég hef gaman af stjórnmálum. Þess vegna finnst mér leiðinlegt þegar menn ráðast á fullkomlega heilbrigðar og þekktar stjórnmálahugmyndir: skattalækkanir, aðhald í ríkisrekstri og einkarekstur, eins og um væri að ræða hið allra versta og öfgafyllsta. Mér leiðast svona skopmyndarökræður. Ef mönnum finnst svona svaka vond hugmynd að einkaaðilar lækni fólk þá verð ég að segja eins og Wikipedia: citation needed.

Latest posts by Pawel Bartoszek (see all)

Pawel Bartoszek skrifar

Pawel hóf að skrifa á Deigluna í september 2002.