Ferðalag hugmynda um samfélagið

Uppfinning er ný hugmynd sem hefur ekki verið tekin í notkun en nýsköpun er uppfinning sem er notuð. Þessi aðgerð, frá tilbúinni hugmynd, á markað, er oft gefin of lítill gaumur. Sumir telja að það eina sem skipti máli sé að búa til bestu vöruna og þá muni árangur koma af sjálfum sér. En er ferðalag nýrrar vöru, eða hvaða hugmyndar sem er, í gegnum samfélagið, að einhverju leyti þekkt?

Uppfinning er ný hugmynd sem hefur ekki verið tekin í notkun en nýsköpun er uppfinning sem er notuð. Þessi aðgerð, frá tilbúinni hugmynd, á markað, er oft gefin of lítill gaumur. Sumir telja að það eina sem skipti máli sé að búa til bestu vöruna og þá muni árangur koma af sjálfum sér.

Everett M. Rogers skrifaði árið 1962 bókina “The diffusions of innovation” þar sem hann fer yfir þetta ferðalag nýrra hugmynda um samfélagið. Bókin er löngu orðin klassík og skyldulesning fyrir hvern þann sem stefnir á markað með nýja vöru eða þjónustu.

Samkvæmt rannsóknum Rogers þá fer ný hugmynd um samfélagið í frá hópi til hóps. Rogers kom auga á fimm grunnhópa sem tóku hugmyndir upp á sýna arma einn af öðrum þetta voru: framúrstefnumenn (innovators), frumherjar (early adopter), frummeirihlutinn (early majority), síðmeirihlutinn (late majority) og slóðar (laggards).


Mynd: http://en.wikipedia.org/wiki/File:Diffusionofideas.PNG

Framúrstefnumennirnir eru þeir sem vilja vera í fararbroddi og vilja sjást með allra nýjustu tæknina. Þeir sætta sig frekar við galla á vörunni þar sem þeir vita að nýjustu tækninni fylgja byrjunarvandamál. Það er í kjölfar framúrstefnumannanna sem frumherjarnir byrja að taka vöruna upp á hendur sér. Dæmi um svona ferðalag hugmyndar er til dæmis hvernig nýjungagjarnasta fólkið byrjaði á farsímum löngu áður en þeir urðu handhægir eða þjónustan var orðin mjög góð. Í dag er farsímaeign á Íslandi með því mesta í heiminum. Annað dæmi er hvernig Facebook fór um samfélagið eins og skógareldur og endaði á því að Facebook notkun Íslendinga er yfir 100% sem skýrir sig á því að Facebook hefur lágmarksaldur sem yngra fólk hundsar snyrtilega með því að ýkja aldur sinn við skráningu á samskiptasíðuna.

Geoffrey Moore byggði ofan á kenningar Rogers og byrjaði að tala um gjánna (the chasm) á milli framúrstefnumanna og frumherja. Rogers vildi meina að hátæknifyrirtæki lentu iðulega í því að í kjölfar þess að fyrirtækið næði góðri upphafssölu þá hægðist verulega á sölunni. Þetta gerðist í kjölar þess að fyrirtækið væri búið að selja öllum áhugasömum framúrstefnumönnum en hefði ekki tekist að sannfæra frumherja um að líta við henni. Þessi markaðsgjá er stóra prófið hjá fyrirtækjum, að fara úr nokkrum prufusölum til mjög áhugasamra viðskiptavina yfir til stærri hóps frumkvöðla. Það hefur oft gerst að þessi umbreyting taki svo langan tíma að fyrirtækið lifi hana ekki af.

Þessar hugmynd um það hvernig hugmynd nær fótfestu í samfélagi þarf ekki að eiga eingögnu við tækivörur. Hún á við um allskonar hugmyndir. Tökum til dæmis framboð Þóru Arnórsdóttur til forseta. Þegar frambjóðandi fær ekki yfir 2,5% fylgi í skoðanakönnunum þá er hann fastur í félagsskap framúrstefnumannanna sem hafa tekið þá ákvörðun að hans framboð sé spennandi af einni eða annari ástæðu. Flestir frambjóðendurnir sem hafa boðið sig fram til forseta Íslands á þessu ári eru í þessari stöðu. Frambjóðandi þarf að fara upp í 15% til þess að ná framúrstefnumönnunum. Að sjálfsögðu er hér um mikla einföldun að ræða þar sem skoðanakannanir sýna bara hvaða frambjóðanda fólk vill helst en ekki hvern fólk telur vera ásættanlegur kostur. Það stendur eftir samt sem áður að Þóra Arnórsdóttir fór yfir 40% í skoðunarkönnun sem segir manni að hugmyndin um hana sem forseta er ekki lengur framúrstefnuleg eða frumherjaleg, hún er hefðbundin.

Latest posts by Óli Örn Eiríksson (see all)

Óli Örn Eiríksson skrifar

Óli Örn hóf að skrifa á Deigluna í september 2004.