Landsdómur í laumi

Það hefur varla farið framhjá nokkrum hér á landi að nú standa yfir réttarhöld, en síðasti dagur málflutnings var á föstudaginn. Í fyrsta skipti í sögunni er Landsdómur saman kominn, í þeim tilgangi að rétta yfir fyrrum forsætisráðherra, Geir Hilmari Haarde. Landsdómur hafnaði þó kröfu fjölmiðla um að annað hvort sjónvarpa eða útvarpa beint frá réttarhöldunum.

Það hefur varla farið framhjá nokkrum hér á landi að nú standa yfir réttarhöld, en síðasti dagur málflutnings var á föstudaginn. Í fyrsta skipti í sögunni er Landsdómur saman kominn, í þeim tilgangi að rétta yfir fyrrum forsætisráðherra, Geir Hilmari Haarde.

Það er mörgum í fersku minni þegar, í september 2010, tæpur meirihluti Alþingis ákvað að ákæra Geir fyrir landsdómi og um leið sleppa því að ákæra þrjá aðra ráðherra úr hans rikisstjórn. Í raun var málið svo umdeilt lagalega séð að það var leit gerð að þeim manni sem vildi taka að sér hlutverk saksóknara Alþingis innan lögmannastéttarinnar – að lokum, eftir mikla leit, féllst Sigríður J. Friðjónsdóttir á að taka málið að sér.

Í upphafi fór lögmaður Geirs fram á frávísun sem Landsdómur hafnaði en vísaði þó burt tveimur af ákæruliðunum – þeim þyngstu að margra mati. Eins og fyrr segir ætlaði allt um koll að keyra er réttarhöldin hófust. Yfir fjörtíu vitni voru kölluð fyrir dóminn og þar af margir þjóðþekktir einstaklingar úr íslensku stjórnmála- og atvinnulífi. Geir sjálfur fór fyrstur í vitnastúkuna og var þar í riflega átta klukkustundir. Má segja að það hafi verið sérstök stund er Geir ávarpaði dóminn eftir fyrstu spurningu Sigríðar og sagðist vilja láta það koma fram að þetta væri í fyrsta skipti sem hann fengi i tækifæri til að segja sína hlið á málinu og hann sagði það í sjálfu sér „fagnaðarefni“ að fá loks að greina frá sjónarmiðum sínum. Sýnir það hversu fáranlegt málið er allt saman að sakborningur hafi ekki verið yfirheyrður áður en hann var ákærður, sem gefur því mjög glöggt til kynna að málið hafi einmitt aldrei verið rannsakað.

Þrátt fyrir allan þennan fjölda vitna sem kölluð hafa verið fyrir landsdóminn hefur ekki eitt einasta vitni sagt að Geir beri ábyrgð á þeim atburðum sem áttu sér stað haustið 2008. Enginn hefur getað bent á hvað hann hefði getað gert öðruvísi og að lokum hefur ekkert vitni sagt beint út að það ætti að sakfella Geir. Verður þetta að teljast frekar dræm niðurstaða hjá saksóknara Alþingis og styður það sem allir vita innst inni – Geir gerði allt sem hægt var í ljósi erfiðrar stöðu og í raun bjargaði því sem bjargað varð með setningu neyðarlaganna.

Athygliverðast var þegar sjálfur handritshöfundur þessara pólitísku réttarhalda, Steingrímur J. Sigfússon steig í vitnastúku og gat sjálfur ekki komið því út úr sér hvað Geir hefði getað gert betur. Talaði hann í gríð og erg um gjaldeyrisskiptasamninga milli norrænu Seðlabankanna sem gerðir voru í tíð Geirs og reyndi að láta Landsdóm halda að því hefði verið haldið fram að óáægja væri með að Íslendingar hefðu lítið gert með þá viljayfirlýsingu sem gefin var út og „stungið málinu ofan í skúffu“ eins og Steingrímur orðaði það. Andri Árnason, verjandi Geirs, krafði Steingrím svara um hvaða atriði það væri sem menn hefðu verið óánægðir með og hefði verið stungið ofan í skúffu.Því gatSteingrímur auðvitað ekki svarað, enda um huglægt mat hans að ræða.

Restin af vitnaleiðslum Landsdóms voru svo oft og tíðum eins og sandkassaleikur þar sem bankamennirnir sögðu hrunið tilkomið vegna alþjóðlegrar fjármálakrísu og „blöskruðu“ að einhverjir embættismenn hér landi hefðu sagst hafa séð hrunið fyrir. Að sama skapi var einstaka stjórnmála- eða embættismaður sem taldi að bankarnir hefðu allir verið orðnir tæknilega gjaldþrota árið 2006 og ekki viðbjargandi frá árinu 2003.

Fyrir hinn venjulega meðal Jón hefur það verið þrautinni þyngra að fylgjast með þessum ósköpum þar sem eini samskiptamáti fréttamanna úr dómsal er í gegnum samfélagsmiðilinn Twitter. En Landsdómur hafnaði kröfu fjölmiðla um að annað hvort sjónvarpa eða útvarpa beint frá réttarhöldunum.

Getur verið að forseti landsdóms, Markús Sigurbjörnsson, hafi hafnað beiðni fjölmiðla um beina útsendingu vegna þess að hann skammist sín fyrir þennan skrípaleik sem þessi réttarhöld eru?