Má ég kynna… Dómskerfið

Stundum mætti halda, miðað við umræðuna, að samfélagið hefði bara alls engar leiðir til á ráða fram úr deilumálum aðrar en múgæsingu og hópþrýsting. Til allrar hamingju er það ekki svo, þótt þær leiðir sem í boði eru taki vissulega lengri tíma en þann sem það tekur að dúndra upp status og telja lækin.

Stundum mætti halda, miðað við umræðuna, að samfélagið hefði bara alls engar leiðir til á ráða fram úr deilumálum aðrar en múgæsingu og hópþrýsting. Til allrar hamingju er það ekki svo, þótt þær leiðir sem í boði eru taki vissulega lengri tíma en þann sem það tekur að dúndra upp status og telja lækin.

Það er “krafa samfélagsins” að hlutir gerist hratt. Í hverju málinu á fætur öðru er farið fram á einhvers konar skyndiréttlæti. Tökum brjóstapúðaumræðuna sem dæmi. Í því máli hafa nöldrarar landsins geta sameinað tvö af áhugamálum sínum, hatur á peningum og hatur á fegrunaraðgerðum. Svo heppilega vill líka til að hægt er að finna lækna sem framkvæmdu slíkar aðgerðir, og þar með er heygaflafólkið komið með stað til að mæta á. Menn nota svo orðfæri eins og “að troða púða í brjóst á konum” eins og ekkert sé sjálfsagðara að nota orðalag sem gefur til kynna þvingun um nokkuð sem enginn lætur gera nema af fúsum og frjálsum vilja.

Nú þykist ég ekki vita margt um skaðabótaábyrgð. Hitt veit ég þó að það hlýtur að hafa gerst áður að einhver hafi selt einhverjum gallað drasl sem einhver enn annar framleiddi. Það má ekki láta eins og hér sé á ferðinni einhver óleysanleg lagaflækja sem samfélagið í heild sinni verði að taka þátt í að ráða fram úr. Um þetta eru til lög, og ef einhverjir eru ósammála um hvernig þau beri að túlka þá eru til leiðir til að leysa úr því, frammi fyrir dómstólum. En það er vissulega alltaf ákveðin hætta að stjórnvöld án sjálfsvirðingar reyni verða við kröfum um skyndiréttlæti. Vegna “sterkrar kröfu utan úr samfélaginu”.

Á þessum tímum er það dálítið þannig að þegar einhverjir rífast eða fokka upp, þurfa allir sjálfsmetandi menn strax að hafa skoðun á því málinu og tilkynna öðrum hver niðurstaðan eigi að vera. Væri stundum ekki farsælla að leyfa þeim kveða upp úrskurð sem hafa atvinnu af því að spá í hlutum, frekar en að kveða hann upp sjálfur, án þess að vita nokkur og spá enn minna?

Kannski væri betra að lifa í heimi þar sem ögn fleiri svöruðu spurningum um annarra manna deilumál með: “Ég veit það ekki. Ég þekki málið ekki nógu vel.”

Latest posts by Pawel Bartoszek (see all)

Pawel Bartoszek skrifar

Pawel hóf að skrifa á Deigluna í september 2002.