Hugsanlegur verðandi forseti Bandaríkjanna trúir því að Lion King sé “gay propaganda”

Nú er fjörið að hefjast í keppni Repúblikanaflokksins um hver mun leiða flokkinn í 2012 kosningunum til forseta Bandaríkjanna. Flokkurinn hefur þegar haldið fyrstu kappræðurnar, en í þeim vantaði samt nokkra sem taldir eru líklegir til að bjóða sig fram eins og Söruh Palin.

Nú er fjörið að hefjast í keppni Repúblikanaflokksins um hver mun leiða flokkinn í 2012 kosningunum til forseta Bandaríkjanna. Flokkurinn hefur þegar haldið fyrstu kappræðurnar, en í þeim vantaði samt nokkra sem taldir eru líklegir til að bjóða sig fram eins og Söruh Palin. En í kappræðunum sem fóru fram í New Orleans kom fram kona sem var í fyrstu talin vitleysingur en er nú í toppbaráttunni um að hljóta tilnefninguna. Konan heitir Michele Bachmann og er talsmaður skoðana sem á Íslandi myndu falla í mjög grýttan jarðveg.

Hver er hún?
Hún er svokölluð endurfædd kristin manneskja sem segist vera “heit” fyrir Jesús (í. hot for Jesus). Hún hefur sagt á opinberum vettvangi að; Lion King sé áróður samkynhneigðra, þróunarkenningin sé bull og vitleysa, að hún trúi á lífið og sé því á móti fóstureyðingum, og að samkynhneigðir sem hún reyndar kallaði í þessu tilviki barbarians (í. Villimenn) þyrftu bara fræðslu.

En hún og eiginmaður hennar reka kristilega ráðgjafaþjónustu þar sem þau vinna markvisst að því að “snúa” samkynhneigðum í gagnkynhneigða. Þau halda sérstaka viðburði þar sem þau sýna þá sem hafa hlustað og “breyst” frá samkynhneigðum í gagnkynhneigða. Einn þeirra sem sagðist hafa “breyst” lýsti því fyrir hópnum þegar hann las blaðagreinar sem segja að þú sért fæddur samkynhneigður og hans svar við því að ef hann sé fæddur hommi þurfi hann bara að vera fæddur aftur, og hann er einn af þeim sem telur sig vera endurfæddur sem kristinn maður.

Er svona manneskja í alvöru líkleg til að vera hugsanlegur verðandi forseti Bandaríkjanna?
Auðvitað hljómar þetta allt sem hér er sagt eins og fordómafull steypa og ef hún byði sig fram á Íslandi myndi hún nú ekki ná langt myndi ég telja, ég myndi alla vega leggja mikið af mörkum til þess að svo gerðist ekki. En eftir að hafa hlustað á hana tala sé ég að hún gæti verið kosin af flokknum sínum. Hún virkar röggsöm, og er með margar skoðanir sem virka vel á mann, þannig ef hún væri vel kynnt þá gæti hún náð langt.
Hún talar mikið um hvað hún hafi gert á þingi, og hefur samkvæmt henni sjálfri tekið mikið af réttum ákvörðunum, ákvörðunum sem Rebúblikanar séu ánægðir með. Hún talar mikið gegn ObamaCare og hún var fyrst til að leggja fram frumvarp sem tekur allt til baka sem ObamaCare hefur gert, og hún lofar að hún muni ekki sofa fyrr en hún komi Heilbrigðiskerfinu í gamla horfið. Hún talar um það að hún vilji að allir Rebúblikanar vinni saman, þeir geti ekki verið sundraðir þannig að þeir sem eru frjálslyndir, þeir sem eru íhaldssamir og restin þurfi að vinna saman til að taka landið til baka.

Þegar hún bauð sig fram til þings náði hún að safna meiri pening en nokkur annar frambjóðandi í þessu sæti hafði nokkru sinni gert. Það segir mikið um stuðninginn á bak við hana, því oft í þessum kosningum snýst þetta mikið um peninga.

Hennar skoðanir eru særandi mörgum en kannski er enginn jafn sár eins og stjúpsystir hennar sem er lesbía. Michele hefur tvístrað fjölskyldu sinni með skoðunum sínum og er líklegt að ekki munu allir í hennar fjölskyldu mæta á kjörstað til að greiða henna atkvæði.

Vonum það besta og vonum að það verði ekki Vote Bachmann 2012 fánar út um allt í nóvember 2012.

Latest posts by Stefanía Sigurðardóttir (see all)

Stefanía Sigurðardóttir skrifar

Stella hóf að skrifa á Deigluna í nóvember 2004.