They took our job!

Um daginn sá ég merkilega grein á pressan.is, þar sem að Vilhjálmur Birgisson reyndi að tengja saman erlenda innflytjendur og atvinnuleysi Íslendinga. Strax og þegar ég las þetta datt mér í hug South Park þátturinn Goobacks. Því þarna var vekalýsleiðtoginn rauður í fram og öskrandi: “They took our job!” Alla veganna sá ég þetta þannig fyrir mér.

Um daginn sá ég merkilega grein á pressan.is, þar sem að Vilhjálmur Birgisson reyndi að tengja saman erlenda innflytjendur og atvinnuleysi Íslendinga. Strax og þegar ég las þetta datt mér í hug South Park þátturinn Goobacks. Því þarna var vekalýsleiðtoginn rauður í fram og öskrandi: “They took our job!” Alla veganna sá ég þetta þannig fyrir mér.

Það sem fólk eins og Vilhjálmur þarf að skilja er að að atvinna er ekki fasti. Hún er breyta sem er háð fjölda fólks í samfélaginu. Því að ástand heimsins hefur breyst gífurlega síðustu aldir án þess að fast atvinnuleysi hafi aukist. Mikil vélvæðing hefur átt sér stað, konur hafa komið inn á atvinnumarkaðinn og einstaklega stórar kynslóðir vaxið út grasi. Ekkert af þessu hefur stórlega aukið atvinnuleysi og erlendir innflytjendur hafa heldur ekki haft þau áhrif.

Rannsóknir hafa sýnt að launalækkun er lítil þegar að erlent atvinnuafl er annars vegar og er einungis til staðar í atvinnustéttum sem krefjast lítillar sérþekkingar. Við verðum nefnilega að skilja að meginn þorri samfélagisns er miðjan. Það er lítið af fólki alveg á botninum eða alveg á toppnum og það er þar sem við þurfum á innfytjendum að halda. Því að þannig verður sammfélagið sterkara og stöðugra.

Þegar Íslendur missir vinnu því að innflytjandi er tilbúinn að vinna fyrir lægri laun er það mjög sýnilegt. Aftur á móti er lítið talað um nýja starfið sem myndast síðar fyrir Íslendinginn. Því að það er þannig sem atvinnumarkaðurinn virkar. Hann fer eftir fjölda vinnandi fólks en ekki eftir fjölda starfa. Þannig að með því að reka innflytjendur úr landi myndi þörf á þjónustu, húsnæði og verslun minnka og aðrir tapa störfunum sínum. Við verðum líka að sjá að í gegnum sömu lagasetningu gefst Íslendungum kostur á að flytja úr landi og vinna erlendis, sem eru einstaklega mikil forréttindi.

Vissulega getur aukið vinnuafl samt haft slæmar afleiðingar. Við getum til dæmis litið til Kína í fortíðinni þar sem mikill fjöldi fólks bjó. Stærð atvinnuaflsins er talin vera ein helst ástæðan fyrir því að iðnaðarbylting átti sér ekki stað þar. Þannig að vélvæðing verður kannski minni fyrir vikið, vélbrjótum til mikillar ánægju.

Aðrir benda svo á að við séum að tapa mennignararfleið. Það má vel vera en hvað fær samfélagið í staðinn. Hægt er að líta á innleiðingu MTV sjónvarpsstöðvarinnar í Indlandi þar sem menn höfðu miklar áhyggjur af menningunni sem fyrir var í landinu. Það sem gerðist var nokkuð einstök blöndun á list frá tveimur heimshlutum. Við verðum því að skilja að sumt sem kemur erlendis frá bætir okkur.

Fólk verður að átta sig á að atvinnuleysi og innflytjendur eru tveir ólíkir hlutir. Að halda öðru fram er í raun ekkert annað en útlendingahatur. Það eru vissulega margir aðrir þættir í þessari umræðu og ætla ég ekki að fara dýpra í það hér. Hvet samt fólk til að kynna sér þessi málefni nánar.

Latest posts by Einar Leif Nielsen (see all)

Einar Leif Nielsen skrifar

Einar Leif hóf að skrifa á Deigluna í janúar 2008.