Mr. Jón Ásgeir, you are a liar!

Fyrir stuttu síðan komust mál fyrrverandi eigenda og lykilstarfsmanna Glitnis í fréttirnar vegna ágreinings þeirra við slitastjórn Glitnis um málaferli þeirra sem fara fram í New York. Jón Ásgeir Jóhannesson, Ingibjörg Pálmadóttir, Pálmi Haraldsson, Þorsteinn Jónsson og Lárus Welding halda því nefnilega fram að þau geti ekki borið vitni fyrir bandarískum dómstólum vegna slakrar enskukunnáttu!

Fyrir stuttu síðan komust mál fyrrverandi eigenda og lykilstarfsmanna Glitnis í fréttirnar vegna ágreinings þeirra við slitastjórn Glitnis um málaferli þeirra sem fara fram í New York. Jón Ásgeir Jóhannesson, Ingibjörg Pálmadóttir, Pálmi Haraldsson, Þorsteinn Jónsson og Lárus Welding halda því nefnilega fram að þau geti ekki borið vitni fyrir bandarískum dómstólum vegna slakrar enskukunnáttu!

Í þessari grein verður ekki tekin afstaða til þess hvort þessi málaferli séu óréttlát eða hvort það sé rétt eða rangt að sækja málið fyrir bandarískum dómstólum, þar sem sagan segir að erfiðara sé að halda úti vörnum. Staðreyndin er hins vegar sú að þetta ofangreinda fólk hefur verið boðað til vitnistöku í máli sem er verið að höfða gegn þeim og ákærurnar eru ekki af vægari gerðinni. Jón Ásgeir er m.a. sakaður um að hafa rænt bankann innan frá í kjölfar bankahrunsins. Öll neita þau sök en fyrst þau eru svona viss um sakleysi sitt væri þá ekki tilvalið fyrir þau að hreinsa sig af þessum sökum og mæta fyrir dómstóla? Spyr sá sem ekki veit.

Hvernig sem þetta mál mun nú fara er næsta víst að Jón Ásgeir og hans fylgdarlið er búið að missa alla þá litlu virðingu sem þau áttu eftir hér á landi. Allir sem fylgst hafa með Glitnisfólkinu síðastliðin ár vita, jafnvel og þau sjálf, að hvert eitt einasta af þeim getur tjáð sig með þokkalegum hætti á enskri tungu. Raunar er það svo að Lárus Welding hefur sést í beinni útsendingu á breskum og bandarískum sjónvarpsstöðum ræðandi um efnahagsmál en hann var einnig búsettur í Bretlandi um tíma. Að lokum er það Jón Ásgeir okkar. Hann hefur átt og rekið tugi verslana og fyrirtækja í enskumælandi löndum og virðist segja öllum Bretum að hann búi í New York og Bandaríkjamönnum að hann búi í London! Sömu sögu er að segja af restinni af hópnum, öll hafa þau einhverja ríka tengingu inn í enskumælandi lönd.

Þegar þetta mál er skoðað skýtur upp kollinum setning sem amma mín sáluga sagði eitt sinn við mig en hún hljómar svo; ,,sá sem lýgur og segir ósatt hefur ósjaldan eitthvað illt að fela“. Og ef Glitnisfólkið talar svona slaka ensku þá ætti það væntanlega ekki að skilja titilinn á þessum pistli, eða hvað?