Þetta er ekkert sérstaklega gott STEF

Ég hef alltaf haft gaman af tónlist, byrjaði meir að segja mjög snemma. 6 ára var drengurinn strax orðinn harður aðdáðandi Lionel Richie, Genesis og Kraftwerk. Sem betur fer þroskaðist tónlistasmekkurinn aðeins þegar á leið og snemma á tíundaáratugnum var það gruggið sem heillaði. Síðan þá hef ég alltaf notið tónlistar og spilað á hljóðafæri. Því finnst mér undarlegt að sjá tilgangslausa baráttu útgáfufyrirtækjanna gegn tónlist sem er dreift á netinu. Vissulega er sumt slæmt við ólöglegt aðgengi að efni á netinu en líka margt gott.

Ég hef alltaf haft gaman af tónlist, byrjaði meir að segja mjög snemma. 6 ára var drengurinn strax orðinn harður aðdáðandi Lionel Richie, Genesis og Kraftwerk. Sem betur fer þroskaðist tónlistasmekkurinn aðeins þegar á leið og snemma á tíundaáratugnum var það gruggið sem heillaði. Síðan þá hef ég alltaf notið tónlistar og spilað á hljóðafæri. Því finnst mér undarlegt að sjá tilgangslausa baráttu útgáfufyrirtækjanna gegn tónlist sem er dreift á netinu. Vissulega er sumt slæmt við ólöglegt aðgengi að efni á netinu en líka margt gott.

Er þá bara allt í lagi að stela? Nei, vissulega ekki. En ef við lítum á helstum galla gamla kerfissins þá er augljóst að þessa nýja tækni hefur miklu breytt. Því að iðnaðurinn var algerlega upp á sitt versta áður en hann hrundi. Staða tónlistar við síðustu aldamót var mjög slæm, þar sem innantóm popptónlist tröllreiða öllu. Á þeim tíma gerðu útgáfufyrirtækin erlendis út skemmtikrafta sem virtust frekar einbeita sér að því að vera sætir en hæfileikaríkir. Einnig voru plötuverslanir orðnar steingeldar, sérstaklega hér á landi. Þær einbeittu sér nær einungis að því sem var vinsælast hverju sinni og umframlagerinn var næstum bara það sem ekki hafði selst af gömlum vinsældarlistum. Breytingarnar hafa því verið mjög miklar þar sem einungis verslanirnar sem einbeita sér að aukna úrvali virðast þrauka meðan aðrar hverfa.

Aukið aðgengi að tónlist virðist nefnilega hafa aukið fjölbreytni. Hinar nýju poppdívur eru ekki lengur innantómar smástelpur eins og Britney Spears heldur tónlistarmenn á borð við Lady Gaga. Vissulega eru undantekningar á þessu en iðnaðurinn hefur stækkað að ákveðnu leiti. Einnig hafa tónleikar færst mikið í aukana þar sem þeir eru nú helsta tekjulind listamannanna. Þó að það sé kannski ósanngjarnt að menn þurfi að vinna meira fyrir peningunum sínum þá eru það aðdáðendur sem hagnast mest. Þó eru það líka tónlistarmenn sem hagnast þar sem óþekktari flytjendur hafa nú mun meira möguleika á að vekja á sér athygli en áður.

Við getum svo ekki litið fram hjá því að STEF fær greitt fyrir hvern einasta harðan disk sem seldur er á landinu, alveg sama til hvers hann er notaður. Þessi hagsmunasamtök hafa svo séð til þess að réttur listamannanna sé sem minnstur. Því ef hljómsveit, sem er meðlimur í STEF, vill gefa efni sitt á netinu þá ber að borga stefgjöld af því efni og þurfa flytjendurnir sjálfir að greiða fyrir það. Þannig hefur þessi þrýstihópur einbeitt sér frekar af að stækka eigin kistu en að raunverulegum vilja tónlistamanna, við verðum því að spyrja hvaða hagsmuni STEF er að hugsa um.

Hér áður fyrr tíðkaðist það að fólk skemmti hvort öðru með tónlist sem það gat sjálft leikið. Með tilkomu plötunnar og tónlistarútgáfu breyttist þetta og einstakir hæfileikaríkir flytjendur fóru að skara fram úr. Með tilkomu internetsins erum við að sjá byltingu í því hvernig list er komið til almúgans. Eins og með allar byltingar eru sumir að þreytast við að taka þátt. Samt hefur iðnaðurinn smátt og smátt verið að sætta sig við orðin hlut. Nýir miðlar eins og tonlist.is og iTunes eru vissulega framför en það virðist vera eins og sumir vilji bara halda í gamla kerfið. Gallinn er bara að gamla kerfið er dautt og kemur ekki til baka.

Latest posts by Einar Leif Nielsen (see all)

Einar Leif Nielsen skrifar

Einar Leif hóf að skrifa á Deigluna í janúar 2008.