Fyrningarleiðin: vanhugsuð og hættuleg

Fólk má ekki gleyma því að sjávarútvegurinn er atvinnugrein og rétt eins og í öðrum atvinnugreinum þá fylgja ákveðnar skuldir og fjárfestingar, meðal annars í fullkomnari skipum og kaupum á kvóta. Þessi fyrirtæki er að mestu vel rekin fyrirtæki og greiða sínar skuldir en mætti segja sama um fyrirtæki í öðrum rekstri á Íslandi? Hvers hagur er það að steypa þessum fyrirtækjum í þrot? Skuldirnar falla þá á alla landsmenn og margra ára uppbygging í sjávarútvegi fer fyrir lítið.

Aflakóngur er sá sem nær mestum afla í sínu bæjarfélagi… Með tilkomu kvótakerfisins breyttust mjög allar forsendur fyrir þessum verðlaunaveitingum og var þeim hætt árið 1990.” 1) Þessi texti er fengin af heimasíðu Heimaslóð, www.heimaslod.is. Mér fannst ég þurfa skoða nánar þessa málsgrein. Af hverju er ekki lengur grundvöllur fyrir að veita verðlaunin Aflakóngur? Hvað hefur breyst?

Það sem verður að athuga fyrst er það að í þá daga höfðu menn ekki áhyggjur af því að fiskurinn í sjónum væri takmörkuð auðlind, fast þeir sóttu sjóinn og sækja hann enn. Það sem skipti máli var að veiða sem mest til handa samfélaginu. Ísland gekk í gegnum hraðar breytingar á 20.öldinni og fiskveiðiflotinn með. Fyrir aflamarkskerfið voru menn að veiða gríðarlega mikinn fisk og langt umfram það sem sérfræðingar sögðu að væri í lagi en þrátt fyrir allan þennan afla voru útgerðir í stöðugum fjárhagsvanda, sú sjón varð æ algengari að heilu fjöllin mynduðust af fiski, fiskverkun hafði ekki undan og getur meðhöndlun aflans á þessum tímum varla talist góð. Slík meðferð leiddi eflaust ekki undir mikla verðmætasköpun úr fisknum, enda sást það vel á því að greinin var ekki arðbær og ríkið varð stöðugt að grípa inn í með ýsmum björgunaraðgerðum.

Það var síðan að vinnuhópar fóru að skoða málin í byrjun níunda áratugsins sem endaði með lagasetningu sem tók gildi árið 1984 með hjálp Alþýðubandalagsins, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins. Reglan var sú að að í fyrstu úthlutun kvóta á árinu 1984, var miðað við aflareynslu skips þrjú næstliðin ára. Með kvótasetningu voru fyrst og fremst þorskveiðar takmarkaðar verulega. Það leiddi til aukinnar sóknar í aðrar fisktegundir sem ekki voru kvótasetta sem aftur leiddi af sér ofveiði þeirra. Engum var gefið neitt, heldur var þeim sem þegar nýttu frjálsan aðgang að veiðum settar skorður við veiði sinni.

Árið 1990 settu svo Framsóknarflokkurinn, Alþýðuflokkurinn, Alþýðubandalagið og Borgaraflokkurinn ný lög þar sem framsal aflaheimlda var heimiluð og breyttist kvótakerfið talsvert við það. Við þetta skapaðist hvati til hagræðingar með arðsemi í rekstri að leiðarljósi. Hagræðingin hefur þó kostað sitt og má ræða kosti og galla þess í langan tíma. Menn geta sýnt fram á að mörg sveitarfélög hafa farið illa út úr því en margir aðrir benda á að það er svo margt annað sem spilar inn í. Til dæmis þó að kvóti hafi aukist í Vestmannaeyjum frá 1990 til dagsins í dag hefur íbúafjöldi minnkað um næstum því 1000 manns. Það þarf að skoða fólksflutninga í ljósi ýmissa annarra þátta svo sem félagslegra-, atvinnulegra-, heilsufarlegra- og menntunarlegraþátta. Margir benda einnig á að fiskveiðar og fiskvinnsla eigi ekki lengur upp á borðið hjá ungu fólki sem sýndist grasið vera grænna á höfuðborgarsvæðinu.

Árangurinn er þó sá að frá árinu 1984 hafa yfir 90% aflaheimilda skipt um hendur, sjávarútvegsfyrirtækjum hefur fækkað en rekstrargrundvöllur þeirra styrkst um leið. Atvinnuöryggi hefur aukist og afkoma starfsfólks batnað. Þrátt fyrir skuldsetningu samfara hagræðingunni er arðsemi í sjávarútvegi líkast til hvergi meiri en einmitt á Íslandi og leitun er að betri kjörum sjómanna 2).
Hugmyndir vinstri flokkanna um fyrningarleið sem er þó sögð í sátt við atvinnugreinina er því miður vanhugsuð og óútfærð,sem skapar óvissu og ótta hjá sjávarútvegsfyrirtækjum og bæjarfélögum um land allt. Í skýrslu Deloitte, um áhrif fyrningarleiðarinnar á sjávarútveginn kemur meðal annars fram að:

Þrátt fyrir að það gæti þurft að afskrifa 20% af skuldum sjávarútvegs vegna gjaldþrota eða við skuldbreytingar, þá er ekki líklegt að þau félög sem eftir yrðu myndu lifa fyrningarleiðina af. Þau ættu hins vegar að geta staðið undir skuldbindingum sínum í óbreyttu kerfi” 3)
Ennfremur segir í skýrslunni að:
Heildar skuldir atvinnulífsins hafa aukist hlutfallslega mun meira en heildarskuldir sjávarútvegsins frá árinu 2001 til ársins 2007. Sjávarútvegurinn er því að okkar mati betur í stakk búinn en flestar aðrar atvinnugreinar til að standa undir núverandi skuldbindingum sínum
Heildarskuldir atvinnulífsins í árslok 2001 voru 2.037 milljarðar, en á sama tíma voru heildarskuldir sjávarútvegsfélaga 187 milljarðar, eða 9,18% af heildarskuldum atvinnulífsins.
Í árslok 2007 voru heildarskuldir atvinnulífsins 15.685 milljarðar en 325 milljarðar hjá sjávarútvegsfélögum, eða 2,07% af heildarskuldum atvinnulífsins. Við áætlum að heildarvaxtaberandi skuldir sjávarútvegsins verði 395 milljarðar árið 2010. Áætluð framlegð greinarinnar árið 2010 er áætluð 35 milljarðar króna
” 3)

Fólk má ekki gleyma því að sjávarútvegurinn er atvinnugrein og rétt eins og í öðrum atvinnugreinum þá fylgja ákveðnar skuldir og fjárfestingar, meðal annars í fullkomnari skipum og kaupum á kvóta. Þessi fyrirtæki er að mestu vel rekin fyrirtæki og greiða sínar skuldir en mætti segja sama um fyrirtæki í öðrum rekstri á Íslandi? Hvers hagur er það að steypa þessum fyrirtækjum í þrot? Skuldirnar falla þá á alla landsmenn og margra ára uppbygging í sjávarútvegi fer fyrir lítið.

„Verði fyrningarleiðin farin mun það kalla á afskriftir skulda, en fjárhæð afskrifta mun fara eftir því hvernig reglur um endurúthlutun aflaheimilda og fjárhæð auðlindagjalds verður. Með fyrningarleiðinni væri verið að kollvarpa núverandi skipulagi greinarinnar. Þetta myndi að okkar mati hafa í för með sér umtalsverðan kostnað, sem felst m.a. í því að flest félög í sjávarútvegi myndu fara í þrot og afskrifa þyrfti skuldir þeirra. Kostnaðurinn myndi lenda á íslensku bönkunum og þar með ríkissjóði, sem þyrfti að fjármagna þá uppá nýtt.
Jafnframt er hætta á að verðmæti myndu tapast þar sem þekkingu á veiðum, vinnslu og sölu sjávarafurða þyrfti að byggja að hluta til upp aftur. Umræðan um innleiðingu fyrningarleiðar hefur þegar skapað mikla óvissu í greininni“ 3)

Maður verður því að spyrja sig, fyrir hvern er þessi fyrningarleið? Er þetta aðeins vegna hugmyndafræði vinstri flokkanna að fyrirtæki séu vond? Og síkáti trillukallinn eigi að draga björg í bú? Skýrsla Deloitte hefur fengið gagnrýni meðal annars frá Ólínu Þorvarðardóttur, varaformanns sjávarútvegsnefndar. Á bloggi sínu segir hún: „það segir okkur meðal annars, að þessi skýrsla sem LÍÚ heldur nú sem mest á lofti, er einfaldlega litprentað áróðursrit á glanspappír: Villuflagg sem þeir veifa til þess að afvegaleiða umræðuna.” 4).

Er þetta málefnalegt af varaformanni sjávarútvegsnefndar? Ekki kemur hún með rökstuðning fyrir fullyrðingum sínum, heldur rægir bara rökstuðning annarra og meðal annars rægir vandaða skýrslu frá virtu fyrirtæki eins og Deloitte. Ekki kemur Ólína með neina útreikning sjálf eða neinar skýrslur til að styðja sinn málstað. Ég styð heilshugar alla skoðun og breytingar á kerfinu enda er ekkert kerfi það fullkomið að það þarfnist ekki skoðunar. En þessi sprengja sem fyrningarleiðin er, sem vinstri flokkarnir boðuðu án nokkurrar útfærslu er beinlínis vanhugsuð og hættuleg þeirri atvinnugrein sem er að bjarga Íslandi í dag.

Heimildir:
1)
http://www.heimaslod.is/index.php/Aflak%C3%B3ngar
2)
http://www.interseafood.com/ifx/?MIval=dispatch&pg=newsview&news_action=read&id_news=20862

3) http://www.deloitte.com/view/is_IS/is/atvinnugreinahpar/sjavarutvegur/article/e2492902be605210VgnVCM100000ba42f00aRCRD.htm

4)
http://blog.eyjan.is/olinath/2010/02/11/villufani-liu/