Feminismi, Hollywood og árið 2009

Ár eftir ár hefur hver Hollywood stórmyndin á fætur annarri verið sýnd hér á landi. Fæstir vita þó að bak við myndavélarnar og í kvikmyndaverunum sjálfum ríkir mikið karlaveldi. Allar helstu stórmyndirnar fjalla um hasarhetjur og innrásir geimvera. Markaðurinn snýst nefnilega að miklu leiti í kringum unga karlmenn. Auðvitað er nokkuð um rómantískar gamanmyndir og ástarsögur en þær ná sjaldan jafn mikill aðsókn og eru talsvert ódýrari í framleiðslu.

Ár eftir ár hefur hver Hollywood stórmyndin á fætur annarri verið sýnd hér á landi. Fæstir vita þó að bak við myndavélarnar og í kvikmyndaverunum sjálfum ríkir mikið karlaveldi. Allar helstu stórmyndirnar fjalla um hasarhetjur og innrásir geimvera. Markaðurinn snýst nefnilega að miklu leiti í kringum unga karlmenn. Auðvitað er nokkuð um rómantískar gamanmyndir og ástarsögur en þær ná sjaldan jafn mikill aðsókn og eru talsvert ódýrari í framleiðslu.

Það hefur þó verið nokkuð jákvæð þróun í ár. Til að mynda fékk kvenkyns leikstjóri gífurlega góða dóma fyrir myndina „The Hurt Locker“ nú í sumar. Að vísu var um að ræða stríðsmynd sem höfðaði meira til karlmanna en kvenna. Á síðunni www.rottentomatoes.com fékk myndin 98% jákvæða dóma og þykir ein af allra bestu myndum ársins. Um að ræða litla mynd sem fór líklegast fram hjá flestum. Þetta er mikill sigur fyrir leikstjórann Kathryn Bigelow sem er einn helsti kvenleikstjóri í Hollywood í dag.

Svo í síðustu viku kom út framhald myndarinnar „Twilight“ sem heitir „New Moon“. Aðsóknin á myndina var með engu lík og rétt eftir eina viku í sýningu orðin tíunda vinsælasta mynd ársins. Um er að ræða mynd sem er næstum algerlega markaðsett fyrir konur. Í fyrri myndinni voru bæði leikstjóri og handritshöfundur kvenkyns en menn vildu breyta í framhaldinu og nýr leikstjóri fengin til að stýra framhaldinu. Sá var karlmaður sem er í lagi en leiðinlegt að sjá að gagnrýnendur virðast á einu máli um að hann standi sig verr en forveri sinn.

Þessar vampíru myndir eru ef til vill engin snilldarverk en það er gaman að sjá nýjar tegundir af myndum sem höfða til kvenna. Það er greinilega til ókannaður markaður í kvikmyndagerð sem kom bersýnilega í ljós þegar að „Titanic“ var sýnd. Samt eru liðin meira en tíu ár frá því að hún var gerð áður en að þessar nýju myndir slógu í gegn. Nú á að gera þriðja framhaldið og líklegast það fjórða líka. Það verður því forvitnilegt að sjá hvort að stór myndir framtíðarinnar verði ekki eilítið fjölbreyttari.

Markaðurinn virðist nú vera að taka við sér og búa til efni til að sinna öllum áhorfendahópum. Spurning hvort að þessi þróun muni leiða til loka karlaveldisins í Hollywood eða bara vera í skamman tíma. Það er samt augljóst að einhverjar breytingar hafa átt sér stað í ár. Það er þó óskandi að árið gefi ungum stúlkum innblástur til að fara í kvikmyndagerð. Því það myndi leiða af sér byltingu eftir einhver ár þar sem nýr hópur af konum mun reyna að koma sinni sýn á framfæri.

Latest posts by Einar Leif Nielsen (see all)

Einar Leif Nielsen skrifar

Einar Leif hóf að skrifa á Deigluna í janúar 2008.