Alþjóðleg Athafnavika er hafin!

Nú stendur yfir Alþjóðleg athafnavika (16-22 nóv) sem milljónir manna um allan heim taka þátt í. Vikan er hugsuð til þess að hvetja til almennrar athafnasemi og hrinda hugmyndum í framkvæmd undir markmiðunum; hvatning, leiðsögn, tenging og virkjun.

Nú stendur yfir Alþjóðleg athafnavika (16-22 nóv) sem milljónir manna um allan heim taka þátt í. Vikan er hugsuð til þess að hvetja til almennrar athafnasemi og hrinda hugmyndum í framkvæmd undir markmiðunum; hvatning, leiðsögn, tenging og virkjun.

Á Íslandi einu og sér tókst fyrirtækjum, einstaklingum og stofnunum að skipuleggja yfir 120 viðburði þar sem ýtt er undir hugmyndafræði vikunnar. Það bætist við heimsflóru viðburða sem hafa verið skráðir en talið er að þeir séu um 25.000 talsins og að um þrír milljarðar manna heyri af vikunni með einum eða öðrum hætti.

Athafnafólk um allan heim er að hvetja almenning til að taka þátt og „leysa hugmyndir sínar úr læðingi“ (e. unleashing ideas) sem er eitt af kjörorðum vikunnar. Á Íslandi hafa ýmis fyrirtæki og stofnanir átt sinn þátt í þessari þróun, en hér skal tekið dæmi um þrjá viðburði sem verðskulda sérstaka athygli. Í fyrsta lagi Snilldarlausnir Marels, þar sem allir framhaldsskólanemar landsins fá tækifæri til að skapa sem mest virði úr herðartré, taka upp á myndband hvernig það var framkvæmt og eiga möguleika á veglegum vinningi. Í öðru lagi má nefna framkvæmdabók Actavis, en þeir styrktu útgáfu bókar, þar sem allar blaðsíðurnar eru auðar. Hugmyndin er sú að hvetja fólk til að rissa alltaf niður þær góðu hugmyndir sem koma í kollinn niður á blað svo hægt sé að hrinda þeim í framkvæmd síðar meir. Þriðja viðburðurinn sem má nefna er Athafnateygja Innovit, en yfir 170 þjóðþekktir einstaklingar úr stjórnmálum, fjölmiðlum og almennir athafnamenn fengu afhenda slíka teygju. Hver sá sem fékk teygju á að framkvæma tiltekin verknað sem hefur verið slegið á frest, lítinn sem stóran, skrá það inn á vefsíðu athafnateygjunnar og afhenda síðan teygjuna til næsta manns. Með þessu móti er hægt að sjá hversu mikið Íslendingar geta náð að framkvæma á einni viku.

Þetta eru einungis dæmi um alla þá viðburði sem Íslendingar hafa skipulagt til að leggja sitt af mörkum til að hvetja til almennrar athafnasemi. Vikan er tilvalin vettvangur til að hætta að slá verkefnum á frest og framkvæma það sem setið hefur á hakanum. Hvort sem það er skráning á jóganámskeið, kaup á hljóðfæri eða korti í ræktina, langþráð fjallganga, stofnun fyrirtækis, ferðalag eða annað – þá er Athafnavikan réttur tími til framkvæmda!

Nokkrir tenglar
www.athafnavika.is – Allt um vikuna, dagskrá og hvatningarmyndbönd
www.snilldarlausnir.is – hugmyndasamkeppni framhaldsskóla landsins
www.athafnateygjan.is – „Hversu miklu koma Íslendingar í verk á einni viku“

Latest posts by Kristján Freyr Kristjánsson (see all)