Tvíeggja sverð

Þrátt fyrir að ljósvakamiðlar hafi verið uppfullir af hagfræðilegum álitaefnum síðustu mánuði hefur lítið borið á öðru en Icesave, ESB, ASG og gjaldeyrismálum. Niðurskurður í ríkisfjármálum hefur ekki verið fyrirferðarmikið umfjöllunarefni, en framkvæmd hans og afleiðingar hafa verið lítið í umræðunni.

Þrátt fyrir að ljósvakamiðlar hafi verið uppfullir af hagfræðilegum álitaefnum síðustu mánuði hefur lítið borið á öðru en Icesave, ESB, ASG og gjaldeyrismálum. Niðurskurður í ríkisfjármálum hefur ekki verið fyrirferðarmikið umfjöllunarefni, en framkvæmd hans og afleiðingar hafa verið lítið í umræðunni.

Óhjákvæmilegt er að skera niður í ríkisfjármálum. En mikill ágreiningur er um hvar og hvernig eigi að skera niður. Skoðanir um um niðurskurð eru mismunandi eftir stjórnmálaflokkum, sérhagsmunahópum, fræðimönnum eða öðrum. En á endanum hlýtur sá er mundar hnífinn að ákveða hvar hann sker og hversu djúpt. Það er því á ábyrgð ráðherra og hans ráðuneytis að sjá um skurðaðgerðina.

En leiðir niðurskurður alltaf til hagræðingar? Það er að sjálfsögðu ekki hægt að fullyrða það og oftast eru málin mun flóknari en svo. Því að niðurskurður þarf að vera rétt framkvæmdur, í réttri röð, á réttum forsendum og vera í takt við aðrar aðgerðir til að ná tilætlaðri hagræðingu.

Tökum sem dæmi fækkun lögreglumanna. Þar er dómsmálaráðuneytinu sagt að skera niður um tíu prósent í löggæslu. Til þess að ná því markmiði hefur þurft að fækka lögregluþjónum. En hverjar eru afleiðingarnar? Öryggi borgaranna og starfsöryggi lögregluþjóna er ógnað. Þá hafa rannsóknir sýnt að glæpatíðni eykst með auknu atvinnuleysi og efnahagsþrengingum, sem við Íslendingar líkt og heimsbyggðin öll, glímum við nú á tímum.

Einnig er áhugavert að skoða rannsókn Steven Levitt sem leiddi í ljós að ein meginástæða þess að glæpatíðni dróst saman í Bandaríkjunum á tíunda áratugnum var fjölgun lögreglumanna. Hann kemst reyndar líka að því að fjölgun lögreglumanna og rekstur fangelsa borgi sig þegar litið sé til þess sparnaðar sem verður vegna fækkun glæpa. Þó skal taka til greina að Levitt miðar við Bandaríkin í rannsókn sinni en þar er kostnaðurinn 2,5 miljónir á hvern fanga miðað við gengi dagsins. En kostnaðurinn við hvern fanga á Íslandi er um 8,8 miljónir króna á ári að frátöldum kostnaði vegna heilsugæslu, skólagöngu, félagsþjónustu og tryggingamála. Því erfitt að bera saman þessi tvö lönd, en greinin gefur okkur þó vísbendingu um kosti öflugrar löggæslu.

Í því árferði sem er framundan á Íslandi þarf að huga vandlega af því á hvaða sviðum velferðakerfisins verði skorið niður. Rannsóknir sýna að aukið atvinnuleysi leiðir til aukinnar glæpatíðni sem eykur enn á kostnað þjóðarinnar. Íslensk stjórnvöld ættu því að fara varlega í sársaukafullan niðurskurð sem gæti á endanum rist of djúpt og skilið eftir svöðusár sem grær seint og illa.

Latest posts by María Guðjónsdóttir (see all)

María Guðjónsdóttir skrifar

María hóf að skrifa í Deigluna í júlí 2008.