Íslenskir kjósendur ráða litlu

Einn mælikvarði á lýðræðislegra skilvirkni á stjórnmálakerfa ríkja er hve algengt það sé að kjósendum takist að koma sitjandi valdhöfum frá í kosningum. Skemst er frá því að segja að Ísland skorar ekki hátt á þeim mælikvarða. Það eru oftast íslenskir stjórnmálamenn en ekki kjósendur sem taka ákvörðun um að fella ríkisstjórnir eða koma þeim til valda.

Einn mælikvarði á lýðræðislegra skilvirkni á stjórnmálakerfa ríkja er hve algengt það sé að kjósendum takist að koma sitjandi valdhöfum frá í kosningum. Skemst er frá því að segja að Ísland skorar ekki hátt á þeim mælikvarða. Það oftast íslenskir stjórnmálamenn en ekki kjósendur sem taka ákvörðun um að fella ríkisstjórnir eða koma þeim til valda.

Hvenær gerðist það seinast að sitjandi ríkisstjórn hafi fallið í kosningum og nýir flokkar hafi tekið við? Rekum okkur aðeins aftur í tímann.

Í kosningunum 2009 hélt sitjandi ríkisstjórn VG og Samfylkingarinnar velli.

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar féll í kjölfar innbyrðis átaka, ekki í kjölfar kosninga.

Í kosningunum 2007 hélt stjórn Sjálfstlæðisflokks og Framsóknar velli.

Í kosningunum 2003 hélt stjórn Sjálfstlæðisflokks og Framsóknar velli.

Í kosningunum 1999 hélt stjórn Sjálfstlæðisflokks og Framsóknar velli.

Í kosningunum 1995 hélt stjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks velli. Sjálfstæðisflokkurinn myndaði stjórn með Framsókn.

Í kosningunum 1991 hélt stjórn Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Alþýðubandalags velli. Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn mynduðu saman ríkisstjórn.

Í kosningunum 1987 FÉLL stjórn Sjálfslæðisflokks og Framsóknarflokks. Alþýðuflokknum var þá bætt inn í samstarfið. Kjósendum tókst því ekki að koma nýjum valdhöfum til valda með kosningum í þessu tilfelli.

Umrædd stjórn sprakk, að því að sagt er, í beinni útsendingu á Stöð tvö. Sem sagt, ekki í kjölfar kosninga.

Að loknum kosningunum 1983 mynduð Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn meirihluta en báðir þessi flokkar höfðu komið að ríkisstjórn Gunnar Thoroddsens á kjörtímabilinu þar áður.

Þegar gengið var til kosninga í desember 1979 sat minnihlutastjórn Alþýðuflokks við völd en áður hafði vinstristjórnin undir forsæti Ólafs Jóhannessonar liðast í sundur.

Í kosningunum 1978 hélt ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks velli en upp úr samstarfinu slitnaði.

Í kosningum 1974 fékk þáverandi stjórn Framsóknarflokks, Alþýðubandalags og Samtaka frjálslyndra og vinstrimanna jafnmörg þingsæti og stjórnarandstaðan. Framsóknarflokkur myndaði meirihluta með Sjálstæðisflokki.

Í kosningunum 1971 FÉLL Viðreisnarstjórnin, stjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks og þáverandi stjórnarandstaða tók við stjórnartaumunum.

Það þarf með öðrum orðum að leita 38 ár aftur í tímann til að finna dæmi þess að allir sitjandi valdhafar hafi þurft að taka pokann sinn í kjölfar kosninga. Þeir sem gátu kosið í umræddum kosningum eru að nálgast sextugt í dag. Það er síðan enn merkilegri staðreynd að leita þurfi aftur til ársins 1927 til að finna næsta skýra dæmi um slíkan atburð, en þá féll stjórn Íhaldsflokksins í kosningum og Framsóknarflokkurinn tók við (en fékk raunar mun færri atkvæði, misvægi atkvæða var mikið í þá daga).

Það er gjarnan nefnt sem ókostur við kosningakerfi sem byggja á einmenningkjördæmum að þingstyrkur framboða er oft í litlu samhengi við styrk þeirra á landsvísu. Þannig geta svæðisbundin framboð halað inn fjölda þingmanna á fáum atkvæðum en framboð sem njóta stöðugs 20% fylgis yfir allt landið fá gjarnan fáa ef nokkra þingmenn.

Slík kerfi eru þó mun skilvirkari þegar kemur að því að breyta um valdhafa með lýðræðislegum hætti. Má til dæmis líta á Bretland í þessu samhengi. Raunar kemur fleira til en kosningakerfið. Í mörgum löndum sem búa við svipað fyrirkomulag og Íslendingar hafa myndast mun skýrari blokkir hægri- og vinstrimanna. Á Íslandi hefur það lengi tíðkast að flokkarnir gangi „óbundnir til kosninga“ og reyni síðan að semja sig inn í ríkisstjórn að þeim loknum.

Þetta veldur því að á Íslandi er það ekki kjósendur sem velja hver verður í meirilhluta, heldur stjórnmálaflokkarnir sjálfir.

Latest posts by Pawel Bartoszek (see all)

Pawel Bartoszek skrifar

Pawel hóf að skrifa á Deigluna í september 2002.