Sárreiður á spenanum

Einn ástsælasti rithöfundur landsins, Hallgrímur Helgason, hefur að undanförnu verið ódeigur við að benda á hversu illa er komið fyrir Íslendingum og þeim kynslóðum sem erfa munu landið og skuldirnar. Hallgrímur hefur nú þegið listamannalaun næstu þrjú árin eða tæpar tíu milljónir króna. Metsöluhöfundurinn telur væntanlega að þótt ástandið sé slæmt, séu nægir peningar í veskjum skattgreiðenda til að halda höfundi Íslands uppi. Er slíkt eðlilegt?

Eins og allir vita hafa tekjur ríkissjóðs dregist saman um hundruð milljarða og skuldir aukast í sama mæli vegna kreppunnar. Heimilin og fyrirtækin róa lífróður. 13.703 Íslendingar ganga atvinnulausir um göturnar, þeim fjölgar hvern dag.

Einn ástsælasti rithöfundur landsins, Hallgrímur Helgason, hefur að undanförnu verið ódeigur við að benda á hversu illa er komið fyrir Íslendingum og þeim kynslóðum sem erfa munu landið og skuldirnar. Hallgrímur hefur ríka réttlætiskennd og í hreinni og sanngjarnri reiði sinni vakti hann þjóðarathygli fyrir að berja á ráðherrabíl Geirs H Haarde forsætisráðherra.

Það skýtur því skökku við í ljósi áhyggja Hallgríms af stöðunni að hann skuli nú á þessum erfiðu tímum hafa þegið listamannalaun næstu þrjú árin eins og tilkynnt var um í gær. Listamannalaun eru rúmlega 267 þúsund krónur á mánuði.
 Sú fjárhæð í þrjú ár samsvarar tæpum tíu milljónum króna. Metsöluhöfundurinn telur væntanlega að þótt ástandið sé slæmt, séu nægir peningar í veskjum skattgreiðenda til að halda höfundi Íslands uppi.

Latest posts by Helga Kristín Auðunsdóttir (see all)

Helga Kristín Auðunsdóttir skrifar

Helga Kristín hóf að skrifa á Deigluna í ágúst 2004.