Að finna fyrir þjóðarstoltinu

Hvaða Íslendingur er ekki að rifna úr þjóðarstolti þessa dagana og vikurnar? Þjóðin fagnaði heldur betur heimkomu silfurstrákanna í dag með glæsilegri móttöku í miðbæ Reykjavíkur, móttöku sem strákarnir áttu sannarlega skilið. Ég hafði hugsað mér að mæta á Skólavörðustiginn og Arnarhól í dag og veita Ólympíuförunum þá virðingu sem þeim bar að fá en þar sem ég stend í flutningum þessa dagana lét ég ekki verða að því. Ég er ekki frá því að sú ákvörðun hafi verið röng.

Hvaða Íslendingur er ekki að rifna úr þjóðarstolti þessa dagana og vikurnar? Þjóðin fagnaði heldur betur heimkomu silfurstrákanna í dag með glæsilegri móttöku í miðbæ Reykjavíkur, móttöku sem strákarnir áttu sannarlega skilið. Ég hafði hugsað mér að mæta á Skólavörðustiginn og Arnarhól í dag og veita Ólympíuförunum þá virðingu sem þeim bar að fá en þar sem ég stend í flutningum þessa dagana lét ég ekki verða að því. Ég er ekki frá því að sú ákvörðun hafi verið röng.

Á leið heim úr vinnunni sá ég hvar þotan með stráknum flaug lágflug yfir Reykjavík í fylgd tveggja þyrla landhelgisgæslunnar ásamt flugvél landgræðslunnar. Skemmtileg sjón. Það var alveg á hreinu að þegar ég kæmi heim myndi ég kveikja á sjónvarpinu til að geta hlustað á beina útsendingu Ríkissjónvarpsins af móttökunni á meðan ég kláraði að pakka í kassa og henda húsgögnunum út í flutningabíl. Áður en ég vissi af var ég búin að liggja uppi í sófa heima og horfa á alla athöfnina í sjónvarpinu og engir kassar eða húsgögn tilbúin til flutninga.

Ég hef nú aldrei talist mikil íþróttamanneskja og ligg ekki yfir öllum landsleikjum sem sýndir eru í sjónvarpinu, hvað þá að mæta á sjálfa leikina. En hvað var það þá sem dró mig og aðra Íslendinga til að horfa á flest alla leikina sem strákarnir spiluðu í Peking? Maður dróst svo hratt inn í atburðarás leikjanna að viðvaningar eins og ég í handbolta voru farnir að kvarta undan ömurlegri dómgæslu þó svo maður hefði varla vit á því hvort um t.d. sóknar- eða varnarbrot væri að ræða. Æsingurinn og spennan var orðin svo mikil að það var eins og ég hefði aldrei gert neitt annað en að horfa á og dæma handboltaleiki.

Þegar strákarnir komu svo heim í dag og þjóðin sýndi hug sinn í verki áttaði ég mig á því hvers vegna ég breyttist skyndilega í þennan handboltafíkil á meðan á mótinu stóð. Það var auðvitað þjóðarstoltið og samkenndin sem náði öllum völdum. Þjóðfélagið snerist nánast bara um handbolta þessar þrjár vikur. Vinirnir og fjölskyldan voru sokkin í samræður og getspár um frammistöðu strákana og ég veit ekki til þess að neitt fyrirtæki hafi ekki gefið starfsmönnum sínum svigrúm til að horfa á a.m.k. úrslitaleikinn. Hver getur neitað því að við höfum verið heltekin af handboltaæði.

Ég get ekki annað sagt en að það er gott að finna svona fyrir þjóðarstoltinu annað slagið, það er ekki á hverjum degi sem við getum sýnt það í verki. Þó svo ég hefði mun frekar viljað taka þátt í móttökunum á Arnarhóli en í sófanum heima hjá mér þá var þetta samt frábært tilfinning. Áætlaðir flutningar bíða til morguns en í staðin flýg ég á vit ævintýranna meðvitaðri um að Ísland er best í heimi!

Latest posts by Sæunn Björk Þorkelsdóttir (see all)