Hækkandi matvælaverð

Undanfarið hefur dunið á landsmönnum alda verðhækkana af ýmsum toga. Olíuverð er í sögulegu hámarki á heimsmarkaði, verð á rafmagni í hæstu hæðum og svo koma matvælin þar á eftir og er ekki útséð hvernig þau mál enda.

Undanfarið hefur dunið á landsmönnum alda verðhækkana af ýmsum toga. Olíuverð er í sögulegu hámarki á heimsmarkaði, verð á rafmagni í hæstu hæðum og svo koma matvælin þar á eftir og er ekki útséð hvernig þau mál enda.

Við höfum fengið fregnir að hækkandi olíuverð mun hafa áhrif á störf lögreglu sem er nokkuð sem snertir eitt af undirstöðuatriðum fyrir okkar ágæta land, að halda uppi lög og reglu. Einnig er ljóst að hækkandi olíuverð mun gera allt mun dýrara er viðkemur flutningum á aðföngum, byggingakostnað og svo mætti lengi telja.

Sú þróun sem hefur verið á heimsmarkaði á kornverði hefur haft gríðarlega áhrif á verðþróun matvæla. Kornverð á heimsmarkaði hefur hækkað um 50% á síðustu 12 mánuðum. Hefur þetta leitt af sér að fóðurverð hefur hækkað margfalt fyrir matvælaframleiðendur um heim allan, en þó mismikið eftir heimsálfum. Er athyglisvert hvað Evrópa virðist fara einstaklega illa útúr þeim málum þar sem fóðurverð hefur hækkað þar að jafnaði um 75%.

Áðurnefnt hækkandi kornverð er afleiðing af þeirri ákvörðun evrópusambandsins að hefja umfangsmikla framleiðslu á lífdísil. Þetta er fyrst og fremst unnið úr olíu sem fengin er úr korni. Hefur þetta leitt af sér mikla eftirspurn á heimsmarkaði af korni og hefur hún margfaldast á við það sem gerðist fyrir nokkrum árum.

Kornframleiðendum var ekki gefinn kostur á að bregðast við þessari auknu eftirspurn sem og að veðurskilyrði og þar af leiðandi uppskerubrestir hafa haft enn verri áhrif á verð á þessari vöru.

Þrátt fyrir þessa þróun sem kornverð er statt í og þá ógnvænlegu afleiðingu sem það hefur á matvælaverð, þá hafa menn verið að berja hausnum við steininn um að halda áfram framleiðslu á líf dísel og skal þar hvergi hvikað.

Ljóst er að leysa þarf þá orkuvöntun sem er fyrir hendi en þegar sigra á Róm á einum degi er hætt við að einhvers staðar kvikni bál.

Nýverið var hætt við að leggja fram matvælafrumvarp landbúnaðarráðherra sem hefur verið í undirbúningi síðan 2005 af landbúnaðarráðuneyti. Við það frumvarp töldu menn að margt myndi breytast í verðmyndum á landbúnaðarvörum á Íslandi og skal það ekki tekið í efa. Samt sem áður skal meta hvern vanda út frá rótum hans og verður spennandi að sjá hvað hinir háu herrar í Evrópusambandinu gera í þessum málum.

Latest posts by Bjarni Einarsson (see all)