EM: Ljós í myrkrinu

Á efnahagslegum umrótatímum er mikilvægt að að líta einnig til ljósu punktanna. Evrópukeppnin í knattspyrnu
hefst í dag, en keppnin er metin á um 162 milljarða króna fyrir þau lönd sem áunnu sér þáttökurétt. Þrátt fyrir að sextán lið frá Evrópu taki þátt í keppninni hefur hún umtalsverð áhrif á heimvísu.

Á efnahagslegum umrótatímum er ekki úr vegi að leita eftir ljósum punktum. Evrópukeppnin í knattspyrnu hefst í dag, en keppnin er metin á um 162 milljarða króna fyrir þau lönd sem áunnu sér þáttökurétt.
Þrátt fyrir að sextán lið frá Evrópu taki þátt í keppninni hefur hún umtalsverð áhrif á heimvísu.

Knattspyrnusamband Evrópu reiknar með því að alls muni átta milljarðar horfa á útsendingar frá keppninni einhvern tímann á þeim þremur vikum sem hún stendur yfir. Einnig er reiknað með að yfir 100 milljónir manna muni heimsækja vefsíðu knattspyrnusambandsins á meðan á keppni stendur. Síðarnefnda talan er fjórfalt hærri en á síðasta Evrópumóti. Í ár verður hægt að fylgjast með öllum leikjum á vefsíðu knattspyrnusambands Evrópu gegn vægu gjaldi.

Simon Chadwick, sem er prófessor við University of London, hefur reiknað út að efnahagsleg áhrif keppninnar gætu orðið meiri en sem nemur 162 milljörðum króna. Aukinn ferðamannastraumur til Sviss og Austurríkis, landanna sem halda keppnina vegur þar þungt. Einnig skipta samningar um útsendingarétt leikja talsverðu máli.

Á meðan þau lönd sem eiga fulltrúa í lokakeppninni njóta efnahagslegs ábata, tapa þau lönd að sama skapi sem ekki eiga fulltrúa. Nærtækasta dæmið hvað þetta varðar er England. Þegnar þessarar helstu knattspyrnuþjóðar heims er talin hafa eytt alls 234 milljörðum króna árið 2006 í „knattspyrnutengd” útgjöld, en þá komst enska landsliðið í undanúrslit heimsmeistarakeppninnar. Nú þegar Englendingar eru víðsfjarri má ætla að sala á fótboltatreyjum, áfengum drykkjum, veitingum og jafnvel sjónvörpum verði minni en ella.

Því er því ljóst að mikil pressa er á tiltölulega nýráðnum þjálfara íslenska landsliðsins í knattspyrnu, Ólafi Jóhannessyni. Hvað sem öllum skyndi- eða langtímalausnum líður til að koma hjólum hagkerfisins aftur í gang eftir langa uppsveiflu, myndi þáttaka Íslands í lokakeppni heimsmeistaramótins í knattspyrnu árið 2010 vafalítið hafa góð áhrif íslenskt efnahagslíf.

Latest posts by Þórður Gunnarsson (see all)