„Hérna er gulrótin þín“

Með inngöngu 9 ríkja í Mið- og Austur-Evrópu í Schengen-svæðið er íbúum svæðisins launuð sú þolinmæði sem þeir sýndu í erfiðum umbótum seinasta áratugar. Án frjálss flæðis fólks og vinnuafls hefði stækkun Evrópusambandið ekki geta orðið að veruleika.

Með inngöngu 9 ríkja í Mið- og Austur-Evrópu í Schengen-svæðið er íbúum svæðisins launuð sú þolinmæði sem þeir sýndu í erfiðum umbótum seinasta áratugar. Án frjálss flæðis fólks og vinnuafls hefði stækkun Evrópusambandið ekki geta orðið að veruleika.

„Hvað getur mann svosem munað um að sýna passann sinn af og til?“ gæti einhver spurt. „Er það ekki allt of dýr og áhættusöm breyting að leggja niður innri landamæri ESB-ríkja bara til að spara bakpokakrökkum eina mínútu hér og þar? Og erum við ekki að gera smyglurum og glæpamönnum lífið of auðvelt?“ Vissulega mætti taka undir mörg þessara sjónarmiða. Og jafnvel ef bent er á að Schengen samstarfinu fylgja ýmis úrræði, eins og sameiginlegt upplýsingakerfi og samstarf í löggæslu, þá hefði mátt koma þeim á án þess að leggja niður innri landamæri ESB. (Í raun er það það sem Bretar og Írar hafa kosið að gera.)

„Gaman að þurfa ekki að sýna passann sinn, en hvert er pointið?“

Pointið er eiginlega nákvæmlega það að venjulegu fólki finnst gaman að þurfa ekki að sýna passann sinn. Þegar ég keyrði í lest á milli Danmerkur og Þýskalands skömmu eftir að landamæragæslu þar var hætt, fann ég fyrir einhverri undarlegri hlýju. Það er notarlegt að vita til þess þegar stjórnvöld viðurkenndu það loksins að langflestir ferðalangar séu heiðvirt fólk, sem ekki þarf að tékka á og leita á. Manni leið eins og unglingi sem fær lyklana að bíl foreldranna í fyrsta skipti og heyrir, „Æi, og ekki gera neina vitleysu!“

Evrópusambandið er frábært. Því hefur nú tekist að innleiða kapitalisma og vestræna löggjöf í tíu ríkjum Austur-Evrópu með yfirgnæfandi stuðningi almennings þessara ríkja! Við skulum átta okkur á að inngöngu í ESB fylgdu á tímum mjög erfiðar efnahagslegar og samfélagslegar umbætur. En þegar erfiðri lagasetningu fylgdu þær skýringar að hún væri nauðsynleg vegna inngöngunnar í Evrópusambandið þýddi það oftast endalok þeirrar umræðu. „Jæja, við verðum að harka þetta af okkur, leiðin til Evrópusambandsins er þyrnum stráð,“ hugsaði fólk þá.

Og hvers vegna var stuðningur almennra borgara í fyrrverandi kommúnistaríkjum við inngöngu í ESB svona mikill? Var það vegna þess að Meðal-Evrópubúi er mikill fríverslunarsinni sem elski sameiginlegu landbúnaðarstefnuna og dýrki svæðisþróunarsjóði? Varla. Slíkt er fyrst og fremst áhugamál stjórnmálamanna. Venjulegur maður hefur mun meiri áhuga á því að hann sjálfur komist óáreittur til Frakklands heldur að einhver stóll sem hann skrúfar saman geri það. Í þessu felst snilld og sigur stækkunarinnar. Frjálst flæði fólks er gulrótin sem fær almenning til að samþykkja allar hinar hugmyndirnar sem hagfræðingunum og stjórnmálmönnum detta í hug.

Á meðan að mörg þúsund kílómetrar af landamærum í Evrópu hætta að vera til, og raunhæft er orðið að búa í einu landi en vinna í öðru, er verið að reisa gaddavírsgirðingu og fjárfesta í innrauðum myndavélum á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Síðan furða sig allir á því að einungis þriðjungur Mexikóbúa styðji hinn frábæra NAFTA-samning. Hve langt væri Meðal-Ameríkubúi tilbúinn til að ganga ef það þýddi frjálst flæði fólks í álfunni? Líklegast ansi langt.

Latest posts by Pawel Bartoszek (see all)

Pawel Bartoszek skrifar

Pawel hóf að skrifa á Deigluna í september 2002.