Rafrænt lýðræði – kostnaðarsamur populismi eða hagnýtt þarfagreiningartól ?

Sífellt minni afskipti af stjórnmálum hjá almenningi veldur áhyggjum. Margar skýringar hafa komið fram um ástæðu áhugaleysis almennings, meðal annars að afstaða þeirra sé sú að stjórnmál sé aðeins ætluð afmörkuðum hópi fólks sem tekst á við málin í lokuðum hópum og málefnin komin daglegu lífi almenningi ekki við.

Sífellt minni afskipti af stjórnmálum hjá almenningi veldur áhyggjum. Margar skýringar hafa komið fram um ástæðu áhugaleysis almennings, meðal annars að afstaða þeirra sé sú að stjórnmál sé aðeins ætluð afmörkuðum hópi fólks sem tekst á við málin í lokuðum hópum og málefnin komin daglegu lífi almenningi ekki við. Stjórnvöld hafa því þurft af þessum sökum að gera stjórnmálin áhugaverðari og aðgengilegri fyrir almenning. En það er ekki nóg. Því í dag eru allir svo uppteknir og hafa ekki tíma til að setja sig mikið inn í málefni líðandi stundar ef það krefst mikils tíma. Þar kemur rafrænt lýðræði inn í.

Rafrænu lýðræði er ætlað að bæta við lýðræðislega framkvæmd í lýðræðisríkjum eða fulltrúalýðræði. Sveitarfélög og stofnanir á Íslandi hafa brugðið á það ráð að vera með umræðutorg eða vefi ásamt vefkönnunum til að kanna viðhorf almennings til ýmissa mála. Þá hefur að að minnsta kosti eitt sveitarfélag sjónvarpað bæjarstjórnarfundum og íbúar sent inn fyrirspurnir á fundinn rafrænt. Með þessu er almenningur virkjaður með þátttöku í stjórnmálum.

Þátttaka almennings er byrjunin á rafrænu lýðræði. Framkvæmd lýðræðis með aðstoð rafrænna miðla hefur aukið upplýsingaöflun almennings og leitt af sé meiri og vandaðri upplýsingagjöf til opinberra aðila. Rafrænar umræður um ákveðin stefnumál stofnana og/eða sveitarfélaga ásamt rafrænum könnunum um viðhorf almennings er eitthvað sem hefur einnig verið notað til að safna þessum upplýsingum.

En menn hafa hins vegar bent á hinn aukna kostnað sem fylgi auknu rafrænu lýðræði. Það ýti undir enn meira skrifræði hjá hinu opinbera, þar sem vinna þarf markvisst úr upplýsingum sem aflað er með aukinni þátttöku almennings, svo eitthvað ávinnist. Einnig hefur verið bent á hnignun fulltrúalýðræðis í þessu ljósi. Hver verður staða kosinna fulltrúa í sveitastjórnum og á Alþingi ef takmarkalaust er leytað eftir áliti almennings í hinum ýmsu málum? Er rafrænt lýðræði fyrsta skrefið í átt til beins lýðræðis? Miðað við róttækustu hugmyndir um rafrænt lýðræði mætti ætla svo að engin þörf yrði á að kjósa fulltrúa til að vinna í málefnum almennings. Heldur yrðu ákvarðanatökur alfarið í höndum almennings. Sem leiðir aftur að fyrsta vanda nútímasamfélags; skorti á tíma.

Hér er ekki ætlað að mæla gegn rafrænu lýðræði á nokkurn hátt heldur einungis benda á kosti og hugsanlega galla þess. Vissulega er nauðsynlegt að kanna viðhorf almennings til ákveðinna mála og einnig auka gagnsæi stjórnsýslunnar til að koma í veg fyrir spillingu innan hennar.

Hér á landi er þessi þróun rafræns lýðræðis komin fremur skammt á veg en spurning hver þróunin verður. Hvort nauðsynlegt sé að leita eftir viðhorfi og skoðunum almennings til einstaka lagafrumvarpa og deiliskipulags. Rafrænt lýðræði er nauðsynleg og ábatasöm þróun að mörgu leyti en með hvaða hætti og hversu langt skuli ganga án þess að það verði of kostnaðarsamt er samt stóra spurningin.

Latest posts by Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir (see all)