Yfirlýsing frá Félagi vínkaupmanna

Deiglunni hafa borist fréttatilkynningar frá Félagi vínkaupmanna, Landsamtökum hverfisverslana, Samtökum vínbænda og vínframleiðenda, og Bandalagi sjálfstæðra brugghúsa og Hinu íslenska vínfræðifélagi. Öll þessi félagasamtök mótmæla harðlega frumvarpi Ögmundar Jónassonar og fleiri þingmanna og VG og Samfylkingarinnar um að áfengisverslun verði tekin af einkaaðilum of færð í hendur Ríkisins.

Deiglunni hafa borist fréttatilkynningar frá Félagi vínkaupmanna, Landsamtökum hverfisverslana, Samtökum vínbænda og vínframleiðenda, og Bandalagi sjálfstæðra brugghúsa og Hinu íslenska vínfræðifélagi. Öll þessi félagasamtök mótmæla harðlega frumvarpi Ögmundar Jónassonar og fleiri þingmanna og VG og Samfylkingarinnar um að áfengisverslun verði tekin af einkaaðilum of færð í hendur Ríkisins.

Félag vínkaupmanna segir þannig í yfirlýsingu sinni:

“Það er ljóst að frumvarpið er hrein og klár aðför að starfsemi sérvöruverslana með léttvín, en það liggur fyrir að þessar verslanir muni leggjast af í óbreyttri mynd nái frumvarpið fram að ganga. Þar með munu hundruð starfa leggjast af og verðmæt þekking tapast. Það raunar vart séð hvernig frumvarpið samræmist atvinnufrelsisákvæðum stjórnarskrárinnar.

Að auki mótmælir félagið harðlega þeim fullyrðingum sem koma fram í greinargerð frumvarpsins að ríkisrekinn verslun muni skila sér til neytenda í formi bættrar þjónustu og betra verðs. Þessar staðhæfingar fá engan veginn staðist. Hörð samkeppni ríkir á vínmarkaðnum og er álagning á vínum ekki meiri en álagning á aðrar lúxusvörur. Ekki verður séð að það sé sérstakt hlutverk ríkisins að niðurgreiða lúxusvín til hátekjufólks.

Félagið biður flutningsmenn um að falla frá frumvarpinu og beina kröftum sínum að brýnni verkefnum. Ef einhverjar breytingar á að gera á áfengisverslun þá gæti félagið fallist á þá breytingu að áfengið væri tekið úr matvöruverslunum og einungis selt í sérstökum vínbúðum, sem væru í eigu félagsmanna í viðurkenndum félögum vínkaupmanna.”

Samtök vínbænda og vínframleiðenda eru einnig andvíg frumvarpinu. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir meðal annars:

“Að undanförnum árum hefur farið fram mikil vinna á vegum félagsins til að auglýsa vínrækt og víntengda ferðamennsku. Smásala á heimagerðum vínum er snar þáttur á þjónustu við viðskiptavini vínbænda. Með frumvarpinu er því verið að kippa stoðum undan vaxandi atvinnugrein. Samtökin skora á flutningsmenn að breyta frumvarpinu á þann vega á smásala á heimagerðum vínum beint frá framleiðendum verði áfram heimil.”

Undir þessi sjónarmið tekur Bandalag sjálfstæðra brugghúsa, sem segir að mörg sjálfstæð brugghús út á landi hafa rekið litlar verslanir samhliða starfseminni og að þessi þjónusta hafi mælst vel fyrir hjá heimamönnum.

Landssamtök hverfisverslana, sem í daglegu máli eru samtök svokallaðra “kaupmanna á horninu” eru enn harðorðari í afstöðu sinni.

“Verði frumvarp nokkurra þingmanna Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs og Samfylkingarinnar að lögum mun það þýða endalok smákaupmennsku á Íslandi. Tekjur af sölu áfengis eru milli fjórðungs og þriðjungs af heildartekjum smærri verslana. Án þessara tekna er fjárhagslegur rekstrargrundvöllur hverfisverslana brostinn. Ef áfengisverslun verður færð í ríkisreknar sérvöruverslanir munu slíkar verslanir að öllum líkindum einungis rísa í verslunarmiðstöðvum og munu leiða straum neytenda enn meira þangað sem mun endanlega ganga að hverfisverslunum dauðum. Vill þingheimur virkilega hafa það á samviskunni?”

Þá er Hið íslenska vínfræðifélag algjörlega andvígt frumvarpinu.

“Frumvarpið lýsir afar fornlegum og afturhaldssömum viðhorfum í áfengismálum. Að auki hefur það veruleg áhrif að atvinnumöguleika vínfræðinga sem eru vaxandi stétt í íslensku samfélagi og starfa hjá vínbúðum og stórmörkuðum um allt land. Verði frumvarpið að lögum munu flestir vínfræðingar missa vinnuna og einungis sumir muni geta fengið vinnu hjá hinum ríkisreknu verslunum. Félagsmenn óttast einnig að kjör þeirra muni versna við þessa breytingu.

Félagið ítrekar enn og aftur þá afstöðu sína um að lögvernda eigi starfsheiti “vínfræðingur” og tryggja það með lögum að einungis löggiltir vínfræðingar afgreiði áfengi í vínverslunum og stærri stórmörkuðum.”

Latest posts by Pawel Bartoszek (see all)

Pawel Bartoszek skrifar

Pawel hóf að skrifa á Deigluna í september 2002.