Reykjavíkurborg í útrás

Fyrir nokkrum árum var í fréttaskýringaþættinum 60 minutes fjallað um fyrirtækið Montana Power. Sagan gekk út á það að stjórnendur orkufyrirtækis voru orðnir frekar leiðir á því að stjórna fyrirtæki í stöðugum rekstri sem gerði ekkert annað en að útvega orku á hagstæðu verði. Þeir hófu því umbreytingarferli til þess að gera fyrirtæki meira spennandi til framtíðar. Í stuttu máli leiddi leiði þessara manna til gjaldþrots fyrirtækisins nokkrum árum seinna.

Fyrir nokkrum árum var í fréttaskýringaþættinum 60 minutes fjallað um fyrirtækið Montana Power. Sagan gekk út á það að stjórnendur orkufyrirtækis voru orðnir frekar leiðir á því að stjórna fyrirtæki í stöðugum rekstri sem gerði ekkert annað en að útvega orku á hagstæðu verði. Þeir hófu því umbreytingarferli til þess að gera fyrirtæki meira spennandi til framtíðar. Í stuttu máli leiddi leiði þessara manna til gjaldþrots fyrirtækisins nokkrum árum seinna.

Í ljósi frétta undanfarinna daga og jafnvel missera gæti maður spurt sig hvort stjórnendur Orkuveitu Reykjavíkur séu nokkuð orðnir leiðir á því að útvega Reykvíkingum vatn og orku á hagstæðu verði. Þessi ímyndaði leiði þeirra virðist hafa leitt til þess að þeir hafa keypt upp nær allar hituveitur á Íslandi. Því til viðbótar er Orkuveita Reykjavíkur og tengd fyrirtæki dag með rúmlega helmingshlutdeild í raforkusmásölu á Íslandi. Með þessa markaðsráðandi stöðu í hendi hefur nú verið tekin sú ákvörðun að hefja uppkaup á hitaveitum um allan heim.

Á meðal fjárfestinga Orkuveitu Reykjavíkur er uppbygging upp á marga milljarða í afríkuríkinu Djíbútí. Uppflettiritið „CIA world factbook“ hefur eftirfarandi að segja um landið:

„Djibouti hosts the only US military base in sub-Saharan Africa and is a front-line state in the global war on terrorism.“

„Natural hazards:
earthquakes; droughts; occasional cyclonic disturbances from the Indian Ocean bring heavy rains and flash floods“

Fjárfesting í orkuverkefnum í útlöndum er spennandi verkefni með mikla möguleika til framtíðar. Það er hinsvegar einnig mjög áhættusamt verkefni og á heima hjá einkafyrirtækjum en ekki opinberum fyrirtækjum sem eru í eigu almennings.

Hvort sem menn eru með eða á móti einkavæðingu þess hluta Orkuveitu Reykjavíkur sem sér almenningi á Íslandi fyrir hita og rafmagni, þá hlýtur það að vera hverjum manni ljóst að útrásarhlutinn á ekki heima í forsjá opinberra aðila. Þetta þarf að vera á markaði vegna þess að almenningur verður að fá að velja hvort hann vilji vera með (með því að kaupa hlut í fyrirtækinu) eða ekki.

Það eru einungis nokkur ár síðan það gerðist síðast að íslenska þjóðin tók andköf yfir eigin snilld og áætlaði heimsráð. Þá voru færustu vísindamenn þjóðarinnar ráðnir til eins fyrirtækis sem hafði „séríslenskt forskot“ á aðra í heiminum í grein sem var talið að væri svar nútímamannsins við vandamálum komandi alda.

Bréf Decode genetics má í dag kaupa á Nasdaq verðbréfamarkaðnum á rúma 3 dollara hlutinn.

Latest posts by Óli Örn Eiríksson (see all)

Óli Örn Eiríksson skrifar

Óli Örn hóf að skrifa á Deigluna í september 2004.