Rafræn þjónusta á vefjum hins opinbera

Stefna íslenskra stjórnvalda líkt og víðast hvar í hinum vestræna heimi að stuðla að aukinni rafrænni þjónustu opinberra stofnana í landinu. Sú vinna hófst hér á landi með stefnuskjalinu Auðlindir í allra þágu- Stefna ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið 2004- 2007. Þar var lagt upp með að tryggð yrði að rafræn þjónustu opinberra aðila tæki mið af þörfum ólíkra hópa, svo sem blindra, sjónskertra og fatlaðra.

Stefna íslenskra stjórnvalda líkt og víðast hvar í hinum vestræna heimi að stuðla að aukinni rafrænni þjónustu opinberra stofnana í landinu. Sú vinna hófst hér á landi með stefnuskjalinu Auðlindir í allra þágu- Stefna ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið 2004- 2007. Þar var lagt upp með að tryggð yrði að rafræn þjónustu opinberra aðila tæki mið af þörfum ólíkra hópa, svo sem blindra, sjónskertra og fatlaðra.

Árið 2005 varð gerð úttekt á rafrænni þjónustu sem í boði var á vefjum opinberra aðila. Þessi úttekt var unnin fyrir forsætisráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga. Markmið úttektarinnar var að meta hvernig vefir hins opinbera standa og styðja við þróun rafrænnar þjónustu í samræmi við það sem sett var fram í stefnuskjali ríkisstjórnarinnar.

Í þessari skýrslu sem kom í framhaldinu á úttektinni árið 2005 og heitir jafnframt Hvað er spunnið í opinbera vefi? kom margt áhugavert í ljós. Í sveitarfélögum á landsbyggðinni þar sem fólk þarf að yfirleitt að leita lengra eftir þjónustu en á höfuðborgarsvæðinu, er rafræn þjónusta ekki eins mikil og á höfuðborgarsvæðinu. Þá var einnig margt ábótavant sem sneri að innihaldi, nytsemi og aðgengi fatlaðra að vefjum hins opinbera. Eftir úttektina árið 2005 varð töluverð vitundarvakning hjá stofnunum hins opinbera. Úttektin opnaði augu þeirra fyrir þeim möguleikum sem eru ónýttir á vefjum hjá hinu opinbera. Hin minni sveitarfélög sáu tækifæri í nánari samvinnu um þróun vefja og rafrænnar þjónustu sem gæti rétt hlut þeirra gagnvart þeim stærri.

Í ár er þessi úttekt endurtekin en þó að vissu leiti breytt. Flokkar rafrænnar þjónustu hafa aukist. Nú er einnig metin þátttaka (e. participation) eða rafrænt lýðræði. Skilgreining á rafrænu lýðræði er virk framkvæmd lýðræðis með hjálp upplýsingatækni, í stjórnmálum á ólíkum stjórnsýslustigum og í hnattrænum málum. Upplýsingatæknin ber með sér nýja möguleika til að efla og auka lýðræði, jafnvel beint lýðræði. Þetta er til dæmis metið út frá mögulegri þátttöku notenda í að hafa áhrif á fulltrúa í sveitarfélögum eða á ákvarðanir stofnunarinnar. En að sjálfsögðu á þetta ekki alltaf við. Þá hefur einnig bæst við annar flokkur sem er þýddur sem notendavæni (e. targetisation). Markmið þess er að skoða hversu mikið stofnanir létta notendum/íbúum að nýta sér þjónustu þess.

Forvitnilegt verður að sjá niðurstöðu nýrrar úttektar á þjónustu rafrænnar þjónustu hins opinbera í ár. Þá bíða eflaust margar stofnanir og sveitarfélög eftir samanburði frá fyrri úttekt og einnig samanburð við svipaðar stofnanir. Allt er þetta jákvæði þróun í takt við stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um upplýsingasamfélagið hjá hinu opinbera og ekki síst fyrir hinn almenna borgara sem nýtir sér þjónustu viðkomandi stofnunar.

Latest posts by Ingibjörg Guðlaug Jónsdóttir (see all)