Frelsi til menntunar, helsi til heilbrigðis

Það viðhorf heyrðist oft í tíð síðustu ríkisstjórnar að stærsta verkefni Framsóknarflokksins hefði verið að halda Sjálfstæðisflokknum frá heilbrigðisráðuneytinu. Var þetta virkilega þjóðinni til hagsbóta?

Það viðhorf heyrðist oft í tíð síðustu ríkisstjórnar að stærsta verkefni Framsóknarflokksins væri að halda Sjálfstæðisflokknum frá heilbrigðisráðuneytinu. Var þetta þjóðinni til hagsbóta?

Hvað hefði gerst hefðu Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn skipt ráðuneytunum á hinn bóginn? Það er svosem ómögulegt að segja en það er þó hægt að velta þessu aðeins fyrir sér.

Í menntamálaráðuneytinu hefur verið hægt og rólega unnið að því að stíga í átt til meira frjálsræðis og valfrelsis. Einkarekstur í menntamálum er í grunninn andstætt stefnu Framsóknarflokksins, það mætti því spyrja:

Ef Framsóknarmenn hefðu haldið um taumana í menntamálaráðuneytinu frá árinu hefði:

Háskólinn í Reykjavík verið stofnaður?
Samvinnuskólanum á Bifröst verið breytt í háskóla?
Menntaskólinn Hraðbraut verið stofnaður?
Háskólinn Keilir stofnaður?

Það hefur verið gríðarleg uppbygging í menntun þjóðarinnar á undanförnum árum og hún hefur verið leidd af því að það er aukin samkeppni og fleiri um hituna. Íslendingar eiga eftir að njóta ávaxta þessara skrefa í frjálsræðisátt næstu áratugina.

Undir leiðsögn Framsóknarflokksins hefur heilbrigðisráðuneytið verið stærsta vandamál íslenskra stjórnmála og í raun svo stórt og mikið að flestir þingmenn kjósa að ræða það ekki. Ráðherrar sem fá heilbrigðisráðuneytið berjast eins og Don Kíkóti við fjöldann allan af sérhagsmunahópum sem telja sig alla vera afskipta og enda í kjölfarið útbrunnir sem sendiherrar útlöndum eða hreinlega á spítala (kaldhæðið ekki satt).

Maður getur síðan snúið spurningunni sinni við og velt fyrir sér ef Sjálfstæðismenn hefðu verið með lyklavöld í heilbrigðisráðuneytinu væri þá til í dag:

Spítalinn í Reykjavík?
Háskólasjúkrahúsið á Bifröst?
Heilsugæslustöðin Hraðferð sem myndi bjóða upp á hraðþjónustu? (í stað 2 vikna biðar?)
Keilir Medical Center á Miðnesheiði sem sérhæfði sig í skurðlækningum og væri ekki bara búinn að eyða biðlistum á Íslandi heldur væri að vinn á biðlistum Norðmanna og Breta?

Fólk sem trúir því ekki að þjóðfélagið myndi græða á auknum einkarekstri í heilbrigðismálum á að horfa á Háskólann í Reykjavík og Viðskiptaháskólann á Bifröst þar sem viðskiptavinir skólans (nemendur) fá framlag frá ríkinu og borga svo þar til viðbótar skólagjöld.

Teljum við að Ísland stæði betur að vígi án þessara skóla?

Íslendingar eru íhaldsöm þjóð og almennt frekar illa við skyndilegar breytingar. Andstaða við einkarekstur í heilbrigðiskerfinu kemur ekki á óvart í ljósi þess.

Það er hinsvegar löngu kominn tími til þess að við skoðum hvaða hugmyndir gætu virkað í heilbrigðismálum aðrar en þær sem koma frá opinberum stofnunum?

Latest posts by Óli Örn Eiríksson (see all)

Óli Örn Eiríksson skrifar

Óli Örn hóf að skrifa á Deigluna í september 2004.