Hunsun alþjóðamála

Það er nú bara þannig að Íslendingar vita varla neitt um bandarísk eða alþjóðleg stjórnmál. Flestir nenna rétt svo að kynna sér það sem er í gangi á Íslandi. Fréttaflutningur íslenskra fjölmiðla um utanríkismál er nú frekar lélegur og mjög svo takmarkaður.

Það er nú bara þannig að Íslendingar vita varla neitt um bandarísk eða alþjóðleg stjórnmál. Flestir nenna rétt svo að kynna sér það sem er í gangi á Íslandi. Fréttaflutningur íslenskra fjölmiðla um utanríkismál er nú frekar lélegur og mjög svo takmarkaður.

Af erlendri fréttaumfjöllun á Íslandi þá mætti halda að það sem mest er fjallað um sé Eurovision. Kannski er það rangt hjá mér að segja að Íslendingar séu ekki alþjóðlegir. En þarf maður ekki að vita eitthvað um þessi mál ásamt því að vera virkur þátttakandi til þess að geta talist alþjóðlegur? Vanþekking er áhyggjuefni þegar kemur að fréttaflutningi, kennslu og kunnáttu á Íslandi hvað varðar alþjóðleg stjórnmál. Það er sjaldan fjallað um þróun alþjóðasamfélagsins og samkvæmt ýmsum fræðimönnum er það sérstakt vandarmál að alþjóðavæðing sé ekki kennd nægilega vel.

Það má vel vera að skortur á fjármagni komi í veg fyrir að íslenskir fjölmiðlar geti leyft sér að flytja ítarlegan fréttaflutning um alþjóðleg málefni. En fyrir þá sem hafa áhuga á þessum málefnum er afskaplega leiðinlegt að lesa ílla unnar skyndifréttir og því hef ég minnkað töluvert lestur minn um utanríkismál á mbl.is og visir.is.

Ég er einn af þessum svokölluðu fréttafíklum og fer örugglega 50 sinnum inn á mbl.is og visir.is á hverjum degi ásamt því að lesa blöð, greinar og vefrit þegar tíminn leyfir slíkt. Bara til að fylgjast með og sjá hvaða mál eru á dagskrá á hverjum tíma. Það má að minnsta kosti staðfesta að fyrrnefndar fréttavefsíður séu á réttri leið. Einnig á Davíð Logi Sigurðsson hjá Morgunblaðinu sérstakt hrós skilið fyrir fréttaflutning sinn um alþjóðleg málefni.

Utanríkismál á deiglunni
Nú er margt spennandi á dagskrá hjá alþjóðasamfélaginu. Þar má nefna framtíðarstórmál eins og þróun Rússlands. Á næstu áratugum verður Evrópusambandið mjög háð Rússlandi í orkumálum. Í dag eru 25% af gasbyrgðum sambandsins frá Rússlandi og fer þetta upp í 60% á næstu áratugum. Það er að mínu mati mjög athyglisvert að varla skuli vera umfjöllun um þessi mál á Íslandi þar sem þau eru afar tengd þeim málum sem eru í gangi núna. Það tengist þá samstarfi Íslendinga og Norðmanna á norðurhafssvæðum. Reikna má með miklum deilum fyrir norðan sem munu tengjast auðlindum og siglingaleiðum. Þetta er meðal annars ein af ástæðunum fyrir öllum þessum áhuga Norðmanna hvað varðar samstarf við Ísland.

Önnur mál á dagksrá alþjóðasamfélagisins eru til dæmis þróun Sameinuðu þjóðanna og óstöðuleiki Mið-Austurlanda. Eiga gömlu stórveldin að vera með veto/neitunarvald í Öryggisráðinu? Eiga fleiri ríki að fá veto? Er í lagi að leyfa Írönum að hunsa alþjóðlegt vald? Ætti að koma Bandaríkjamönnum í spennitreyju til að halda þeim rólegum? Hversu frjáls á alþjóðavæðingin að vera? Eigum við að setja kröfur í þessari þróun?

Það eru óteljandi mál sem hægt væri að fjalla nánar um og mun ég örugglega renna í nokkur hér á Deiglunni á næstunni. Einnig eru aðrir deiglupennar sem skrifa mjög skemmtilega og fróðlega pistla um ýmis utanríkismál. Ég hvet alla áhugasama til að leita í pistlasafni Deiglunnar því þar finnst mikið af góðu lesefni.

rej1@hi.is'
Latest posts by Reynir Jóhannesson (see all)